Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 62

Kjörtímabilið 2018—2022

21. mars 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 21.mars 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • 907.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 25.2

    Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps tekur undir bókun Sambands íslenskra sveitarfélaga og fordæmir brot á sjálfstæði Úkraínu og lýsir yfir stuðningi og samstöðu með sveitarfélögum í Úkraínu og íbúum þeirra. Samþykkt samhljóða. ´

    Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

  • Menn­ing­ar­mála­nefnd 25.2

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hreppsráð 3.3

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hafn­ar­nefnd 8.3

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Framtíð minni sveit­ar­fé­laga á Íslandi – fund­ar­gerð 6.10

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fund­arboð aðal­fundar Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga 1.4

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fram­kvæmdir og fjár­fest­ingar 2021 – saman­tekt

    ​Baldur Kjartansson, fjármálastjóri kynnti fyrir sveitarstjórn samantekt á framkvæmdum og fjárfestingum 2021.

  • Frum­varp til laga um breyt­ingar á tekju­stofnum sveit­ar­fé­laga – beiðni um umsögn

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ný veglína yfir Brekkna­heiði – beiðni um umsögn

    ​Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á skipulagi Langanesbyggðar og telur ekki að áformin komi til með að hafa mikil áhrif í Vopnafjarðarhreppi. Sveitarstjórn telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn.

  • Erindi til sveit­ar­fé­laga vegna móttöku flótta­fólks

    Lagt fram erindi frá félag- og vinnumarkaðsráðuneytinu um móttöku flóttafólks. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið um að taka á móti flóttafólki og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram í samráði við félags- og vinnumarkaðsráðuneytið. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Tónkvíslin 2022 – beiðni um styrk

    ​Lögð fram styrkbeiðni frá Tónkvíslinni sem haldin var 19.mars sl. á Laugum. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Tónkvíslina um 100.000 kr.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 14:52.