Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 61

Kjörtímabilið 2018—2022

17. febrúar 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 17.febrúar 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Hreppsráð 3.2

  i.Atvinnu- og ferðamálafulltrúi

  Bréf frá atvinnu- og ferðamálanefnd lagt fram þar sem lagt er til að ráða atvinnu- og ferðamálafulltrúa hjá sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að boða fulltrúa úr atvinnu- og ferðamálanefnd, menningarmálanefnd og framfara- og ferðamálafélagi Vopnafjarðar á fund til að vinna málið áfram og vísar erindinu til afgreiðslu á næsta hreppsráðsfundi. Samþykkt samhljóða. 
  Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.
 • 166.fundur Heil­brigð­is­nefndar Aust­ur­lands 2.2

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 906.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 4.2

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Samþykktir sveit­ar­stjórnar – heimild til fjar­funda, seinni umræða

  ​Breyting á samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps varðandi heimildir til fjarfunda tekin til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.

 • Samn­ingur um Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – seinni umræða

  ​Uppfærður samningur um Héraðsskjalasafn Austfirðinga tekin til seinni umræðu. Samþykkt samhljóða.

 • Stefnu­mótun fyrir nýtt aðal­skipulag – minn­is­blað

  ​Stefnumótun fyrir nýtt aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps sem unnið var af skipulagsráðgjafa eftir íbúafund og vinnufund með skipulags- og umhverfisnefnd og sveitarstjórn. Sveitarstjórn samþykkir stefnumótunina og felur sveitarstjóra að vinna áfram með skipulagsráðgjafa. Samþykkt samhljóða.

 • Umdæm­isráð barna­verndar – minn­is­blað

  Lagt fram til kynningar minnisblað frá Sambandi íslenskra sveitarfélaga um breytingar á lögum um barnavernd þar sem kveðið er á um að á baki hverju umdæmisráði séu a.m.k. 6000 íbúar. Sveitarstjóra falið að hafa samband við félagsþjónustu Múlaþings um málið. Samþykkt samhljóða.

 • Kynning á starf­semi Bjargs íbúða­fé­lags

  ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Bjargi íbúðarfélagi um samstarf í uppbyggingu húsnæðis á Vopnafirði. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og felur sveitarstjóra að skipuleggja kynningu frá Bjargi fyrir sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða. 

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Bréf frá Vélí­þrótta­fé­lagi Vopna­fjarðar 6.2

  Lögð fram beiðni frá nýstofnuðu Vélíþróttafélagi Vopnafjarðar varðandi landsvæði fyrir starfsemina. Sveitarstjórn tekur jákvætt í erindið og vísar erindinu til æskulýðs- og íþróttanefndar og skipulags- og umhverfisnefndar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.

 • Bréf frá Kjör­nefnd Lána­sjóðs sveit­ar­fé­laga 11.2

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Bréf frá Hesta­manna­fé­laginu Glófaxa 13.2

  ​Lagt fram bréf frá Hestamannafélaginu Glófaxa varðandi reiðvegi í sveitarfélaginu. Sveitarstjórn tekur vel í erindið og vísar til áframhaldandi vinnslu í skipulags- og umhverfisnefnd. Samþykkt samhljóða.

 • Bréf frá Dodici – First Lego League meist­arar 2021

  ​Lögð fram styrkbeiðni frá nemendum í 7.-8.bekk sem skipa liðið Dodici, vinningshafar í First Lego League keppni grunnskólanna. Sveitarstjórn óskar liðinu innilega til hamingju með sigurinn og tekur jákvætt í erindið og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

 • Skýrsla sveit­ar­stjóra

  Sveitarstjóri fór yfir verkefni sín það sem af er ári, það sem er á döfinni og framkvæmdir sveitarfélagsins. Sveitarstjóri hefur setið hina ýmsu fundi undanfarið. Fundur var með þingmönnum kjördæmisins á kjördæmadegi sem gekk vel. Haldinn var rafrænn íbúafundur um valkostagreiningu Vopnafjarðahrepps og nú heldur sú vinna áfram. Vinna við nýtt aðalskipulag er í fullum gangi og var haldinn vinnufundur með sveitarstjórn og skipulags- og umhverfisnefnd varðandi stefnumótun skipulagsins. Verndarsvæði í byggð fyrir miðbæinn er á lokametrunum og klárast í vor. Framkvæmdir ársins 2022 eru farnar af stað. Búið er að gera upp hjónaíbúð í Sundabúð og íbúð sveitarfélagsins við Þverholt 12. Vinna við hönnun á skólalóð er hafin. Og verið er að setja niður áætlun um þær framkvæmdir sem samþykktar voru í fjárhagsáætlun 2022. Haldið verður áfram að leggja ljósleiðara í þéttbýlinu á vormánuðum. Hafnadeild Vegagerðarinnar er komin með í vinnslu tjónið á hafnargarðinum og mun teymi frá þeim meta tjónið á næstunni og farið verður í viðgerð í framhaldinu af því. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:20.