Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 60

Kjörtímabilið 2018—2022

27. janúar 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 27.janúar 2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

 • Hreppsráð 6.1

  ​Lagt fram til kynningar.

 • 905.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 14.1

  ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

 • Fjár­hags­áætlun 2022 – viðauki I

  ​Viðauki 1 við fjárhagsáætlun 2022 lagður fram. Breyting á rekstri AB hluta er hækkun á rekstrarkostnaði um 2,3 m.kr. mætt með lækkun á handbæru fé. Samþykkt samhljóða.

 • Umsókn vegna yfir­drátt­ar­heim­ildar

  ​Sveitarstjóri fór yfir ástæðu erindisins. Samþykkt samhljóða.

 • Gjald­skrá Þjón­ustumið­stöðvar Vopna­fjarð­ar­hrepps 2022 – leið­rétting

  ​Lögð fram leiðrétting á gjaldskrá Þjónustumiðstöðvar Vopnafjarðarhrepps 2022 þar sem verð varðandi grjót á námu höfðu víxlast. Samþykkt samhljóða.

 • Samþykktir sveit­ar­stjórnar – heimild til fjar­funda, fyrri umræða

  ​Breyting á samþykkt um stjórn Vopnafjarðarhrepps varðandi heimildir til fjarfunda tekin til fyrri umræðu. Sveitarstjórn samþykkir að vísa henni til síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

 • Samn­ingur um Héraðs­skjala­safn Aust­firð­inga – fyrri umræða

  Sveitarstjórn samþykkir að vísa uppfærðum stofnsamningi Héraðsskjalasafns Austfirðinga til síðari umræðu í sveitarstjórn. Samþykkt samhljóða.

 • FFPD: fjár­mögnun 2021-2023

  ​Sveitarstjórn samþykkir hlut Vopnafjarðahrepps vegna fjármögnunar FFPD 2021-2023 og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

 • Aðgeng­is­full­trúar sveit­ar­fé­laga og fjár­stuðn­ingur til úrbóta í aðgeng­is­málum – bréf frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Snocross 2022 – styrk­beiðni

  ​Lögð fram styrkbeiðni frá stuðningshópi Einars Gunnlaugssonar vegna Íslandsmóts MSÍ í snjókrossi. Sveitarstjórn samþykkir að styrkja Einar með framlagi upp á 50.000 kr.

 • Lóð undir starf­semi Bíla og véla á hafn­ar­svæði

  Lagt fram bréf frá Bílum og vélum og minnisblað frá Yrki arkitektum um framtíðarskipulag hafnarsvæðisins. Sveitarstjórn tekur undir það að fyrirsjáanlegt er mikið plássleysi á hafnarsvæðinu og leggur til að unnið verði að nýju deiliskipulagi fyrir norðursvæði hafnarinnar frá Ásgarði og norður fyrir aðkomu að smábátahöfn. Ekki er unnt að afgreiða erindi Bíla og véla fyrr en að lokinni þeirri vinnu. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:11.