Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 59

Kjörtímabilið 2018—2022

14. desember 2021

Safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 14.desember 2021 í safnaðarheimili Vopnafjarðarkirkju kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • 903.fundur stjórnar Sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 26.11

    ​Lagt fram til kynningar.

  • 165.fund­ar­gerð Heil­brigðis­eft­ir­lits Aust­ur­lands 1.12

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Útsvar fyrir árið 2022

    ​Eftirfarandi tillaga lögð fram: Lagt er til að álagningarhlutfall útsvar verði hámarksútsvar, þ.e. 14,52% af útsvarsstofni í Vopnafjarðarhreppi. Tillaga þessi er í samræmi við 24.gr. laga um tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995. Sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps samþykkir að útsvar ársins 2022 verði 14,52% af útsvarsstofni. Samþykkt samhljóða.

  • Fjár­hags­áætlun 2022 – seinni umræða

    Fjárhagsáætlun ársins 2022 og 2023-2025 lögð fram til seinni umræðu.

    Helstu niðurstöður fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2022 í milljónum kr.

    Rekstrarniðurstaða

    Samstæða A hluta neikvæð um 15,6 m.kr

    Samstæða A og B hluta  jákvæð um 44 m.kr.

    Fjárfestingar

    Samstæða A hluta:  38 m.kr

    Samstæða A og B hluta: 65 m.kr.

    Afborganir langtímalána

    Samstæða A hluta: 24,7 m.kr.

    Samstæða A og B hluta: 53,9 m.kr.

    Í fjárhagsáætlun 2022 eru áætlaðar heildartekjur 1.364.171 kr. Veltufé frá rekstri er áætlað 116,7 m.kr. Handbært fé í árslok 2022 er 83 m.kr.

    Eigið fé er áætlað að nemi 155,8 m.kr. í A hluta og 906,4 m.kr. í samstæðu í árslok 2022. Almennt hækka gjaldskrár í takti við verðlagsbreytingar.

    Fjárfestingar ársins 2022 eru áætlaðar 65 millj.kr.

    Í æskulýðs- og íþróttamálum verða lagðar til 5,5 millj.kr og þar verður farið í endurnýjun á sturtuklefum í íþróttahúsi. Einnig verður íþróttasalurinn, hol og gangur málaður. Gert verður við sundlaug að utan fyrir 2 millj. kr og félagsmiðstöðin verður máluð að utan og lagfærð.

    Í fræðslumál eru lagðar til 12 millj.kr sem fara í bætta hljóðvist í leikskóla og lokafrágang á lóð. Í skólanum verður farið í viðhald í gamla skóla og skólalóðin hönnuð og betrumbætt.

    Samgöngur: Þar verður haldið áfram að bæta göngustíga og skipta út ljósum yfir í LED ljós í götulýsingunni.

    Jól og áramót: Bætt við jólaskrauti í Brekkubæ og Drekanum.

    Sundabúð: Það verða settar 7 millj.kr í múrviðgerðir, málningu og bætta útiaðstöðu í Sundabúð. Einnig verða settar 4 millj.kr í að endurbæta íbúðir aldraðra sem losna og einnig verður eitthvað um málningarvinnu innanhúss.

    Til vatnsveitumála eru lagðar til 15 millj.kr til að bora fyrir nýrri holu í Vesturárdal.

    Skuldaviðmið samstæðu A og B hluta verður 57,5% í árslok 2022 og skuldahlutfall samstæðu A og B hluta verður 71,4% í árslok 2022.

    Fjárhagsáætlun 2022-2025 í heild sinni verður að öðru leyti aðgengileg á heimasíðu Vopnafjarðarhrepps.

    Eftirfarandi tillaga lögð fram:

    Sveitarstjórn samþykkir framlagða fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2022 við seinni umræðu, ásamt þriggja ára áætlun 2023 - 2025 og framangreindum álagningarhlutföllum og viðmiðunartölum. Fyrri umræða um fjárhagsáætlunina fór fram 18. nóvember sl. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Bókun minnihlutans:

    Ljóst var eftir úttekt ráðgjafafyrirtækisins Ráðrík ehf að þörf var á gaumgæfilegri endurskoðun á rekstri sveitarfélagsins. Ráðrík lagði fram ýmsar tillögur og hefur meirihlutinn nýtt sumar þeirra við gerð fjárhagsáætlunar en aðrar ekki. Samfylkingin er ekki sammála meirihlutanum um valið á þeim tillögum sem nýttar eru. Þá liggur það fyrir að sala á félagslegum íbúðum sveitarfélagsins mun halda áfram á komandi ári þrátt fyrir mótmæli minnihlutans. Fulltrúar Samfylkingarinnar samþykkja ekki fjárhagsáætlun 2022 og sitja því hjá.

    Baldur Kjartansson yfirgefur fund.

  • Vopna­fjarð­ar­hreppur - breyt­ingar á ráðum og nefndum

    Fyrir sveitarstjórn liggja eftirfarandi breytingar á ráðum innan Vopnafjarðarhrepps vegna tímabundins leyfis Írisar Grímsdóttur sem klárast 31.desember 2021 næstkomandi.

    Í sveitarstjórn kemur Íris Grímsdóttir inn sem aðalmaður og Ragna Guðmundsdóttir verður varamaður.  

    Kjör oddvita og varaoddvita frá og með 1.janúar 2022:

    Íris Grímsdóttir kemur inn sem oddviti sveitarstjórnar frá og með 1.janúar 2022.

    Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Meirihlutinn tilnefnir Sigríði Bragadóttur sem varaoddvita frá og með 1.janúar 2022. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Kjör í hreppsráð frá 1.janúar 2022:

    Í hreppsráð kemur Íris Grímsdóttir inn sem aðalmaður frá 1.janúar 2022 og Teitur Helgason verður varamaður. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Íris Grímsdóttir er kjörin sem formaður hreppsráðs frá og með 1.janúar 2022. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Sigríður Bragadóttir er kjörinn sem varaformaður hreppsráðs frá og með 1.janúar 2022. Samþykkt með atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá. 

  • Opnun­ar­tími í Selár­laug 2022

    Lögð fram tillaga að breyttum opnunartíma í Selárlaug fyrir árið 2022. Sveitarstjórn vísar erindinu til æskulýðs- og íþróttanefndar til umfjöllunar. Samþykkt samhljóða.

  • Funda­dag­skrá 2022

    ​Fundadagskrá sveitarstjórnar fyrir vorönn 2022 lögð fram til kynningar.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Breytt skipulag barna­verndar – bréf frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga 30.11

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Uppfærsla svæð­isáætlana vegna laga­breyt­inga – bréf frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga 30.11

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:15