Sveit­ar­stjórn

Fundur nr. 57

Kjörtímabilið 2018—2022

18. nóvember 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 14:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps 18.nóvember 2021 í félagsheimilinu Miklagarði kl 14:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • Hreppsráð 5.11

    i. Mötuneytismál í Vopnafjarðarhreppi

    Lagt fram til kynningar minnisblað um rekstur mötuneyta Vopnafjarðarhrepps. Sveitarstjórn samþykkir að gera innanhússbreytingar í Sundabúð og ráða matráð í mötuneyti Sundabúðar frá og með næstu áramótum. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Minnihlutinn situr hjá.

    Að öðru leyti er fundargerðin lögð fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Útsvar fyrir árið 2022

    Frestað til næsta fundar sveitarstjórnar. Samþykkt samhljóða

  • Fjár­hags­áætlun 2022 – fyrri umræða

    Fyrir fundinum liggur fjárhagsáætlun Vopnafjarðarhrepps fyrir árið 2022, ásamt þriggja ára áætlun áranna 2023 – 2025 til fyrri umræðu í sveitarstjórn.

    Sveitarstjórn samþykkir að vísa fjárhagsáætlun 2022, ásamt þriggja ára áætlun, til síðari umræðu í hreppsráði og sveitarstjórn. Samþykkt samhjóða.

3. Bréf til sveitarstjórnar#3-bref-til-sveitarstjornar

  • Bréf frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga – Verk­efni vegna innleið­ingar hringrás­ar­hag­kerfis 2.11

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Bréf frá Sambandi íslenskra sveit­ar­fé­laga - Boð um þátt­töku sveit­ar­fé­laga í námskeiðinu Lofts­lags­vernd í verki 2.11

    ​Lagt fram til kynningar.

4. Skýrsla sveitarstjóra#4-skrsla-sveitarstjora

  • Skýrsla sveit­ar­stjóra

    ​Sveitarstjóri fór yfir verkefnin sín og svaraði spurningum sveitarstjórnar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:29.