Fundur nr. 31
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Borghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurLárus Ármannsson
NefndarmaðurÞórður Björnsson
NefndarmaðurIngólfur Bragi Arason
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurSveinn Daníel Sigurðsson
NefndarmaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriSigurður Jónsson
Skipulags- og byggingarfulltrúiLagt fram til kynningar.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir inntaksstíflu Þverárvirkjunar í Vopnafirði með yfirfalli, botnrás og lokahúsi frá Þverárdal ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá Þjóðkirkjunni um endurheimt votlendis í landi Hofs. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur erindi frá Landgræðslunni um endurheimt votlendis í Vatnsdalsgerði. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um lóð fyrir starfsemi Bíla og véla við Sjóbúð 6 samkvæmt deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að þessi starfsemi þurfi ekki að vera svo nálægt hafnarkantinum og væri betur staðsett fjær kantinum. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt erindið á þessum forsendum en lýsir yfir vilja til þess að finna lausn á þessum lóðarmálum í samvinnu við umsækjanda. Samþykkt samhljóða.