Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 31

Kjörtímabilið 2018—2022

19. október 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 19.október 2021, haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Yrki arki­tektar – saman­tekt eftir íbúa­fundina sept­ember 2021

  ​Lagt fram til kynningar.

 • Þver­ár­virkjun – umsókn um bygg­ing­ar­leyfi

  ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir inntaksstíflu Þverárvirkjunar í Vopnafirði með yfirfalli, botnrás og lokahúsi frá Þverárdal ehf. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða. 

 • Endur­heimt votlendis, uppgræðsla á Hofi í vopna­firði

  ​Fyrir liggur erindi frá Þjóðkirkjunni um endurheimt votlendis í landi Hofs. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.

 • Endur­heimt votlendis í Vatns­dals­gerði

  ​Fyrir liggur erindi frá Landgræðslunni um endurheimt votlendis í Vatnsdalsgerði. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að fyrirhuguð framkvæmd sé í samræmi við aðalskipulag þar sem hún er á landbúnaðarsvæði í gildandi aðalskipulagi. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að sveitarstjórn heimili skipulagsfulltrúa að gefa út leyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.

 • Lóð við Sjóbúð 6, Vopna­firði

  ​Fyrir liggur umsókn um lóð fyrir starfsemi Bíla og véla við Sjóbúð 6 samkvæmt deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að þessi starfsemi þurfi ekki að vera svo nálægt hafnarkantinum og væri betur staðsett fjær kantinum. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt erindið á þessum forsendum en lýsir yfir vilja til þess að finna lausn á þessum lóðarmálum í samvinnu við umsækjanda. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:28.