Fundur nr. 30
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Borghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurHöskuldur Haraldsson
NefndarmaðurSigríður Elva Konráðsdóttir
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriIngólfur Daði Jónsson
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurLárus Ármannsson
NefndarmaðurIngólfur Bragi Arason
NefndarmaðurSigurður Jónsson
Skipulags- og byggingarfulltrúiFyrir liggur uppfærð vinnslutillaga fyrir deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni og HAUST. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið með þeim breytingartillögum sem lagðar voru til á fundinum og senda tillöguna til Minjastofnunar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur tillaga að verndarsvæði í byggð og lýsing fyrir deiliskipulag miðsvæðis Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsing fyrir deiliskipulagið verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn frá landeigendum um stofnun lóðar út úr jörðunum Hrappsstöðum 1 og 2, Háteigi og Egilsstöðum, Vopnafjarðarhreppi ásamt lóðarblaði.
Skipulags og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi um stofnun lóðarinnar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur beiðni frá Rarik um lögn á streng í landi Vopnafjarðarhrepps samkvæmt teikningum sem sýna fyrirhugaða legu strengsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og bendir umsóknaraðilum á að sækja þarf tímanlega um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á sjódæluhúsi frá Brim hf. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur bréf frá hestamannafélaginu Glófaxa um aðbúnað og aðstöðu á svæði félagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa erinindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja umsagnir vegna lýsingar á deiliskipulagi fyrir Sigtún. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, HAUST og Minjastofnun og einnig barst ábending frá íbúa við Sigtún. Skipulagsstofnun bendir á að skipulagssvæðið sé ekki í samræmi við ákvæði 37. gr. skipulagslaga og greinar 5.3.1. í skipulagsreglugerð, hvað varðar stærð og afmörkun og ætti að ná til stærra svæðis sem myndar heildstæða einingu. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stækka svæðið og vinna deiliskipulag fyrir stærra skipulagssvæði en samþykkir jafnframt að framkvæmdir á svæðinu verði unnar í samræmi við fyrirliggjandi drög að skipulagi fyrir Sigtún á meðan nýtt deiliskipulag sé í vinnslu. Umsögnum og ábendingum sem nú þegar liggja fyrir verður vísað til áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið. Samþykkt samhljóða.
Borghildur Sverrisdóttir yfirgefur fundinn.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur umsókn frá Þverárdal um samþykkt byggingaráforma fyrir inntaksstífluna með fylgigögnum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.