Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 30

Kjörtímabilið 2018—2022

31. ágúst 2021

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 31.ágúst 2021. Í upphafi fundar var leitað afbrigða með því að taka fyrst fyrir lið f: „Deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis Vopnafirði – fiskvinnsla“. Samþykkt samhljóða.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Deilli­skipulag miðhluta hafn­ar­svæðis Vopna­firði - fisk­vinnsla

    Fyrir liggur uppfærð vinnslutillaga fyrir deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis. Umsagnir bárust frá Minjastofnun, Vegagerðinni og HAUST. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að auglýsa deiliskipulagið með þeim breytingartillögum sem lagðar voru til á fundinum og senda tillöguna til Minjastofnunar til umsagnar. Samþykkt samhljóða.​

  • Vernd­ar­svæði í byggð og deili­skipulag fyrir miðsvæði Vopna­fjarðar

    Fyrir liggur tillaga að verndarsvæði í byggð og lýsing fyrir deiliskipulag miðsvæðis Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsing fyrir deiliskipulagið verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.​

  • Þver­ár­virkjun - stofnun lóðar

    Fyrir liggur umsókn frá landeigendum um stofnun lóðar út úr jörðunum Hrappsstöðum 1 og 2, Háteigi og Egilsstöðum, Vopnafjarðarhreppi ásamt lóðarblaði.

    Skipulags og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindi um stofnun lóðarinnar. Samþykkt samhljóða. 


  • Rarik - beiðni um streng­lögn

    ​Fyrir liggur beiðni frá Rarik um lögn á streng í landi Vopnafjarðarhrepps samkvæmt teikningum sem sýna fyrirhugaða legu strengsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að samþykkja erindið og bendir umsóknaraðilum á að sækja þarf tímanlega um framkvæmdaleyfi fyrir framkvæmdinni. Samþykkt samhljóða.​

  • Hafn­ar­byggð 12 - umsókn um sjódæluhús

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi fyrir stækkun á sjódæluhúsi frá Brim hf. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að heimila skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða. ​

  • Bréf frá hesta­manna­fé­laginu Glófaxa – skipu­lagsmál fyrir hesta­manna­fé­lagið og hest­húsa­hverfið

    ​Fyrir liggur bréf frá hestamannafélaginu Glófaxa um aðbúnað og aðstöðu á svæði félagsins. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa erinindinu til fjárhagsáætlunargerðar 2022. Samþykkt samhljóða.​

  • Deili­skipulag fyrir Sigtún - umsagnir

    Fyrir liggja umsagnir vegna lýsingar á deiliskipulagi fyrir Sigtún. Umsagnir bárust frá Skipulagsstofnun, HAUST og Minjastofnun og einnig barst ábending frá íbúa við Sigtún. Skipulagsstofnun bendir á að skipulagssvæðið sé ekki í samræmi við ákvæði 37. gr. skipulagslaga og greinar 5.3.1. í skipulagsreglugerð, hvað varðar stærð og afmörkun og ætti að ná til stærra svæðis sem myndar heildstæða einingu.  Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að stækka svæðið og vinna deiliskipulag fyrir stærra skipulagssvæði en samþykkir jafnframt að  framkvæmdir á svæðinu verði unnar í samræmi við fyrirliggjandi drög að skipulagi fyrir Sigtún á meðan nýtt deiliskipulag sé í vinnslu. Umsögnum og ábendingum sem nú þegar liggja fyrir verður vísað til áframhaldandi vinnu við deiliskipulagið. Samþykkt samhljóða.

    Borghildur Sverrisdóttir yfirgefur fundinn.


  • Yrki arki­tektar - minn­is­blað júlí 2021

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Þver­ár­virkjun – Inntaks­stífla – umsókn um samþykkt bygg­ingaráforma

    Fyrir liggur umsókn frá Þverárdal um samþykkt byggingaráforma fyrir inntaksstífluna með fylgigögnum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir byggingaráformin og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:01.