Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 14

Kjörtímabilið 2018—2022

4. desember 2019

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 08:00

  • Smáhýsi við lóð Miðbraut 15

    ​Sótt er um leyfi til byggingar smáhýsis á lóðinni. Smáhýsið uppfyllir ekki lið tvö í grein 2.3.5, lið G í byggingarreglugerð sem snýr að fjarlægð frá húsi. Óskað er eftir undanþágu á þeim forsendum að reykskynjari verði settur upp í smáhýsinu sem tengdur er við reykskynjara inni í húsi. Nefndin samþykkir umsóknina fyrir sitt leyti að gefnu samþykki eldvarnareftirlitsins. Samþykkt með atkvæðum fimm nefndarmanna. Ingólfur Arason situr hjá.​

  • Umsókn um bygg­ing­ar­leyfi frá Brim viðbygging við fisk­mjöls­verk­smiðju

    ​Lagt er fram erindi um viðbyggingu við fiskimjölsverksmiðju við Hafnarbyggð 12. Viðbyggingin er hönnuð í sama anda og aðalhús fiskimjölsverksmiðjunar. Samskonar veggja- og þakfyrirkomulag. Um er að ræða stálgrind klædda með samlokueiningum. Viðbyggingin kemur upp að verksmiðjuhúsinu og tengigangi og verður hurðarop frá honum í viðbygginguna. Viðbyggingin er ekki sýnileg frá götum eða gangstéttum. I erindinu kemur fram að viðbyggingin uppfylli kröfur byggingareglugerðar. Ekki sé um neina röskun á burðarviki núverandi bygginga að ræða og að viðbyggingin komi upp að steyptum útvegg verksmiðjunnar sem er brunahólfandi og verður áfram þannig.​

  • Beiðni Landsnets um aðal­skipu­lags­breyt­ingu vegna breyt­inga á Vopna­fjarð­ar­línu 1 á Hell­is­heiði eystri

    ​Landsnet vinnur að undirbúningi á lagningu jarðstrengs yfir Hellisheiði eystri í stað loftlínu. Tilgangur vinnunnar er að auka afhendingaröryggi á Vopnafirði og draga úr áhættu starfsmanna Landsnets vegna viðhalds og viðgerða a loftlínu.  Óskað er eftir að sveitarfélagið hefji vinnu við breytingar á aðalskipulagi með gerð skipulags- og matslýsingar.

    Samþykkt samhljóða


  • Samn­ingur við Kolvið um vænt­an­legt svæði undir kolefn­is­skóg

    ​Lögð fram drög að samningi á milli Vopnafjarðarhrepps og Kolviðar um leigu á landi undir skóg til kolefnisbindingar auk tillagna um svæði undir kolefnisskóg inn í samninginn. Nefndin er jákvæð gagnvart samningi og samningsvæðum. Bent var á að gæta að því að ekki verði snjósöfnun við akvegi.​

  • Aðal­skipulag – verk­efni og lýsing

    ​Lögð fram drög að lýsingu og verkáætlun á endurskoðun aðalskipulags Vopnafjarðar 2020-2040. Nefndin samþykkir að lysingin verði kláruð á þeim forsendum sem koma fram í drögunum og komu fram á íbúafundi sl mánudag. Samþykkt samhljóða.​

  • Grennd­arkynning á strand­bla­kvelli.

    ​Staðsetningin er í samræmi við deiliskipulag og því er ekki talin þörf á grenndarkynningu. Samþykkt samhljóða.​


Fleira ekki tekið fyrir, fundargerðin lesin upp og hún borin upp til samþykktar hún samhljóða samþykkt – fundi slitið kl. 9:43.