Fundur nr. 28
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Borghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurLárus Ármannsson
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurÞórður Björnsson
NefndarmaðurHöskuldur Haraldsson
NefndarmaðurIngólfur Daði Jónsson
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriSigurður Jónsson
Skipulags- og byggingarfulltrúiGunnar Ágústsson
SkipulagsráðgjafiBorghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurGunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt og vísar tillögu að færslu á hafnarvog til hafnarnefndar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu stöðvarhúss fyrir Þverárvirkjun. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar jákvæðar umsagnir og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur umsókn um framkvæmdaleyfi til vegagerðar að veiðihúsi í Ytri hlíð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila bygginga- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar að veiðihúsi í Ytri hlíð þegar deiliskipulag hefur verið staðfest og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur lóðarumsókn undir neyðarskýli frá Björgunarsveitinni Vopna. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og bendir umsóknaraðilum á að sækja um stofnun lóðar með því að fylla út eyðublaðið F550 hjá Þjóðskrá og senda inn mæliblað. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun vegna deiliskipulags Ytri hlíðar þar sem gerðar eru athugasemdir við gögnin. Jafnframt liggja fyrir endurbætt gögn frá skipulagsráðgjafa. Skipulags- og umhverfisnefnd er sammála því að bregðast við athugasemdunum eins og skipulagsráðgjafi hefur gert og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja uppfærða tillögu. Samþykkt samhljóða.