Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 28

Kjörtímabilið 2018—2022

21. júní 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 21.júní 2021, haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 12:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Deili­skipulag miðhluta hafn­ar­svæðis Vopna­firði – vinnslu­til­laga

  ​Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti drög að breytingu á deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt og vísar tillögu að færslu á hafnarvog til hafnarnefndar. Samþykkt samhljóða. ​

 • Þver­ár­virkjun – umsókn um bygg­ing­ar­leyfi

  ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna byggingu stöðvarhúss fyrir Þverárvirkjun. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið og heimilar byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar jákvæðar umsagnir og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

 • Ytri hlíð – umsókn um fram­kvæmda­leyfi til vega­gerðar

  ​Fyrir liggur umsókn um  framkvæmdaleyfi til vegagerðar að veiðihúsi í Ytri hlíð. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila bygginga- og skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagningu vegar að veiðihúsi í Ytri hlíð þegar deiliskipulag hefur verið staðfest og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

 • Björg­un­ar­sveitin Vopni - lóðar­um­sókn

  ​Fyrir liggur lóðarumsókn undir neyðarskýli frá Björgunarsveitinni Vopna. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið og bendir umsóknaraðilum á að sækja um stofnun lóðar með því að fylla út eyðublaðið F550 hjá Þjóðskrá og senda inn mæliblað. Samþykkt samhljóða.​

 • Deili­skipulag Ytri hlíðar – bréf frá Skipu­lags­stofnun

  ​Lagt fram bréf frá Skipulagsstofnun vegna deiliskipulags Ytri hlíðar þar sem gerðar eru athugasemdir við gögnin. Jafnframt liggja fyrir endurbætt gögn frá skipulagsráðgjafa. Skipulags- og umhverfisnefnd er sammála því að bregðast við athugasemdunum eins og skipulagsráðgjafi hefur gert og leggur til við sveitarstjórn að samþykkja uppfærða tillögu. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 13:00.