Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 26

Kjörtímabilið 2018—2022

19. apríl 2021

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 19.apríl 2021, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Breyting á aðal­skipu­lagi í Vopna­fjarð­ar­hreppi – Ytri hlíð

    ​Auglýsingu breytingar á á aðalskipulagi í Vopnafjarðarhreppi vegna veiðihúss í  Ytri hlíð er lokið. Athugasemd barst frá Hauki Geir Garðarssyni. Þar er vísað í fyrri athugasemdir ásamt því að fram koma athugasemdir og mótmæli við því að byggingarmagn skuli í endanlegri tillögu vera stækkað úr 950 fm í 1400 fm. Þau mótmæli eru ekki rökstudd frekar og skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að ástæða sé til að gera athugasemdir við þá breytingu. Athugasemdir sem hafa borist frá Hauki Geir á fyrri stigum hafa  verið til umfjöllunar í skipulags- og umhverfisnefnd og verið send ráðgjöfum og framkvæmdaaðilum til umsagnar. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki fallist á að þær skipulagsáætlanir sem hafa verið auglýstar fyrir framkvæmdir í Ytri – hlíð hafi með einhverjum hætti áhrif á hagsmuni eigenda að Vakursstöðum 1 og 3. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi breytingu á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps 2006 - 2026. Samþykkt samhljóða.​

  • Deili­skipulag fyrir veiðihús í Ytri-hlíð

    ​Auglýsingu deiliskipulags fyrir veiðihús í Ytri – hlíð er lokið. Athugasemd barst frá Hauki Geir Garðarssyni. Vísað er í umsögn um athugasemdir Hauks í lið um aðalskipulagsbreytingu. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi deiliskipulagsáætlun . Samþykkt samhljóða.​

  • Ytri hlíð – lausn lands úr land­bún­að­ar­notum

    ​Fyrir liggur erindi frá landeiganda Ytri hlíðar um lausn lands úr landbúnarnotum. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að orðið verði við erindinu. Samþykkt samhljóða.​

  • Deili­skipulag miðhluta hafn­ar­svæðis Vopna­firði - breyt­ing­ar­til­laga skipu­lags­lýsing

    ​Fyrir liggur skipulagslýsing fyrir breytingu á deiliskipulagi miðhluta hafnarsvæðis. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.​

  • Egils­staðir – aftur­köllun á umsókn um fram­kvæmda­leyfi vegna skóg­ræktar á 53 hektara svæði

    ​Borist hefur erindi frá umsækjanda um að hann óski eftir að falla frá umsókn. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið.​

  • Kauptún – umsókn um bygg­ing­ar­leyfi

    ​Fyrir liggur umsókn um byggingarleyfi vegna framkvæmda við Hafnarbyggð 4. Skipulags- og umvherfisnefnd samþykkir að leita eftir umsögnum frá HAUST og Brunavörnum á Austurlandi og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar jákvæðar umsagnir og fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

  • Vall­holt 6 – umsókn um bygg­ing­ar­leyfi

    ​Fyrir liggur samþykki nágranna vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Vallholt 6. Skipulags- og umhverfisnefnd telur að með því sé grenndarkynningu fullnægt. Nefndin samþykkir að heimila Skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist.​

  • Stóri plokk­dag­urinn 2021

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Húsnæð­isáætlun Vopna­fjarð­ar­hrepps 2021 – 2029

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að staðfesta áætlunina. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:16.