Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 25

Kjörtímabilið 2018—2022

15. mars 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 15.mars 2021, haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Deili­skipulag hafn­ar­svæðis Vopna­firði - breyt­ing­ar­til­laga

  ​Auglýsingu breytingar á deiliskipulagi miðsvæðis hafnarinnar er lokið. Engar athugasemdir bárust á auglýsingatímanum. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggandi breytingu á deiliskipulagi hafnarsvæðisins. Samþykkt með sex atkvæðum. Sigríður Elva Konráðsdóttir situr hjá.​

 • Hróalds­staðir 2 í Vopna­firði – fram­kvæmda­leyfi vegna skóg­ræktar, umsagnir Minja­stofn­unar og Umhverf­is­stofn­unar

  ​Umsagnir Minjastofnunar og Umhverfisstofnunar vegna umsóknar um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á Hróaldsstöðum 2 í Vopnafirði lagðar fram. Samkvæmt umsögn Minjastofnunar þarf að skrá fornminjar á vettvangi og senda inn ný gögn í kjölfarið. Í umsögn UST koma fram atriði sem framkvæmdaaðili þarf að taka afstöðu til og gera sveitarstjórn grein fyrir. Afgreiðslu frestað þar til ný gögn hafa verið lögð fram í samræmi við umsagnir. Samþykkt samhljóða.​

 • Lóna­braut 4 – umsókn um bygg­ing­ar­leyfi

  ​Umsókn um byggingarleyfi vegna breyttrar notkunar á Lónabraut 4 lögð fram. Verður húsnæðinu breytt úr íbúðarhúsnæði í skrifstofuhúsnæði. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrirliggjandi erindi fyrir sitt leyti og heimilar útgáfu byggingarleyfis þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Samþykkt samhljóða.​

 • Egils­staðir – umsókn um fram­kvæmda­leyfi vegna skóg­ræktar á 53 hektara svæði

  ​Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna skógræktar á 53 hektara svæði á Egilsstöðum lögð fram. Samþykkt að grenndarkynna erindið og senda á umsagnaraðila. Grenndarkynning nái til Refsstaða, Hrappsstaða og Háteigs. Umsagnaraðilar eru Umhverfisstofnun, Skógræktin, Minjastofnun og Brunavarnir Austurlands. Samþykkt samhljóða.​

 • Landsnet – umsókn um fram­kvæmda­leyfi vegna lagn­ingar hluta Vopna­fjarð­ar­línu 1 í jarð­streng yfir Hell­is­heiði

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að heimila skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna lagningar hluta Vopnafjarðarlínu 1 í jarðstreng yfir Hellisheiði. Samþykkt samhljóða.​

 • Þver­ár­virkjun - umsókn um bygg­ing­ar­leyfi vinnu­búða í landi Hrapps­staða/Háteigs í Vopna­firði

  ​Umsókn um byggingarleyfi vegna vinnubúða við Hrappsstaði lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir skriflegu samþykki landeiganda á Hrappsstöðum og samþykkir að senda erindið í grenndarkynningu. Grenndarkynning nái til Háteigs.  Umsagnaraðilar eru HAUST, Minjastofnun Íslands, Vinnueftirlitið og Brunavarnir á Austurlandi. Samþykkt samhljóða.​

 • Þver­ár­virkjun - Umsókn um fram­kvæmda­leyfi vegna efnis­vinnslu í námu E11

  ​Umsókn um framkvæmdaleyfi vegna efnisvinnslu í námu E11 lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að fela skipulagsfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi vegna efnistökunnar. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:16.