Fundur nr. 17
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Félagsheimilið Mikligarður kl. 13:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Borghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurSigríður Elva Konráðsdóttir
NefndarmaðurLárus Ármannsson
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurIngólfur Bragi Arason
NefndarmaðurIngólfur Daði Jónsson
NefndarmaðurSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriSigurður Jónsson
ByggingafulltrúiUmsókn um skráningu nýrra landeigna í fasteignaskrá frá þinglýstum eiganda, Geirmundi Vikari Jónssyni, kt. 010990-2549. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir umsóknina samhljóða.
Nefndin lýsir ánægju sinni með erindið en í ljósi þess hvað framkvæmdin er umfangsmikil og um er að ræða veglagningu, efnistöku, vatnsöflun, lagningu jarðstrengs og byggingu allt að 950 m² á 4 ha svæði og nokkur hús þá leggur skipulags- og umhverfisnefnd til við sveitarstjórn að unnin verði breyting á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag unnið fyrir þessa framkvæmd. Samþykkt samhljóða.
Brim er með samþykkt kauptilboð í Hafnarbyggð 16 með þeim fyrirvara að fyrirtækið fái leyfi til að rífa húsið. Miklar umræður voru um erindið og þar komu fram skiptar skoðanir. Meirihluti nefndarinnar vill samþykkja erindið. Sigríður Elva Konráðsdóttir kom með eftirfarandi bókun: „Í greinargerð fyrir deiliskipulagi hafnarsvæðisins er gert ráð fyrir að þetta hús sé verndað samkvæmt skilgreiningu hverfisverndar í skipulagsreglugerð 90/2013. Rafstöðin við Hafnarbyggð er frá 1960 og eftir Sigvalda Thordarson arkitekt (1911-1964). Stíleinkenni hússins eru dæmigerð fyrir verk Sigvalda. Ber þar sérstaklega að nefna litavalið. Ástand hússins er ábótavant og er þakkanturinn, sem er ekki upprunalegur, verulegt lýti á húsinu. Markmiðið ætti að vera að færa húsið í upprunalegt horf því húsið hefur mikið verndargildi." Erindinu er vísað til sveitarstjórnar til afgreiðslu. Samþykkt samhljóða.
Frestur til að skila athugasemdum og umsögnum um tillöguna er liðinn. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Umhverfisstofnun, Fljótsdalshéraði, Náttúrufræðistofnun Íslands, Skipulagsstofnun og Minjastofnun Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að tekið verði tillit til athugasemda sem koma fram í umsögn Umhverfisstofnunar varðandi votlendi við Nýpslón og skilmálar skipulagstillögunar verði skýrir varðandi það að skipulagstillagan raski ekki votlendi á þessu svæði. Varðandi umsagnir Skipulagsstofnunar og Umhverfisstofnunar um uppbyggingu frístundabyggðar í dreifbýli leggur nefndin til að fresta þessari breytingu og vísa henni til endurskoðunar aðalskipulags sem þegar er í vinnslu. Samþykkt samhljóða.
Frestur til að skila athugasemdum og umsögnum um skipulagslýsinguna er liðinn. Umsagnir bárust frá eftirtöldum aðilum: Norðurþingi, Umhverfisstofnun, HAUST, Fljótsdalshéraði, Skipulagsstofnun, Vegagerðinni og Minjastofnun Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa umsögnunum til skipulagsráðgjafa við gerð tillögu.