Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 24

Kjörtímabilið 2018—2022

15. janúar 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 15.janúar 2021, haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Breyting á deili­skipu­lagi hafn­ar­svæðis Vopna­firði – umsagnir við vinnslu­til­lögu og uppfærð lýsing

  Kynning vinnslutillögu er lokið. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni og Haust. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsagnirnar og þau atriði sem þar koma fram. Nefndin er almennt sammála sjónarmiðum Minjastofnunar en telur að í þessu tilviki sé ekki fyrirsjáanlegt að húsið fái nauðsynlegt viðhald og að nýting hússins verði takmörkuð að óbreyttu. Það er því niðurstaða nefndarinnar að það standi í vegi fyrir þróun svæðisins og starfsemi Brims. Vegagerðin gerir ekki athugasemdir við skipulagsáætlunina. Varðandi ábendingar í umsögn HAUST áréttar nefndin að aflað verði nauðsynlegra leyfa fyrir niðurrifi hjá viðeigandi leyfisveitendum.

  Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún samþykki að auglýsa fyrirliggjandi breytingartillögu. Samþykkt samhljóða.


 • Breyting á aðal­skipu­lagi í Vopna­fjarð­ar­hreppi – Ytri hlíð – umsagnir, vinnslu­til­laga og tillaga að deili­skipu­lagi

  ​Kynning vinnslutillögu fyrir breytingu á aðalskipulagi og vinnslutillögu fyrir nýtt deiliskipulag í Ytri-Hlíð er lokið. Umsagnir bárust frá Minjastofnun Íslands, Vegagerðinni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofu Íslands og Haust. Einnig barst athugasemd frá Hauki Geir Garðarssyni á Vakursstöðum 1 og 3. Fyrir liggur samantekt ráðgjafa framkvæmdaaðila vegna athugasemda Hauks Geirs. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir umsagnir og þau atriði sem þar koma fram auk athugasemda. Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að vinna svör við athugasemdum Hauks Geirs með hliðsjón af samantekt skipulagsráðgjafa sem svar sveitarfélagsins. Múlaþing og Veðurstofa Íslands gera ekki athugasemdir við skipulagsáætlanirnar. HAUST, NÍ og Minjastofnun Íslands gera ekki athugasemdir við tillögurnar en þar er að finna ábendingar sem skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að vísa til skipulagsráðgjafa til að gera viðeigandi lagfæringar á gögnum áður en tillögurnar verða auglýstar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún samþykki að auglýsa fyrirliggjandi breytingartillögu ásamt tillögu að nýju deiliskipulagi.  Samþykkt samhljóða.​

 • Véla­skemma Egils­stöðum afstöðu­mynd – umsögn Minja­stofn­unar

  ​Fyrir liggur umsögn Minjastofnunar Íslands þar sem kemur fram að hún gerir ekki athugasemdir við fyrirhugaða framkvæmd. Stofnunin bendir á að fara þurfi varlega við jarðvegsvinnu á jörðinni sökum sögu jarðarinnar. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir erindið fyrir sitt leyti og heimilar skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Nefndin áréttar að farið verði eftir ábendingum Minjastofnunar varðandi allt rask og jarðvinnu í tengslum við framkvæmdina. Samþykkt samhljóða.​

 • Þver­ár­virkjun – athuga­semd frá Land­vernd við auglýsta tillögu

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir athugasemdir Landverndar og bendir á að brýn nauðsyn er fyrir því að tryggja betur raforkuafhendingu á Vopnafirði. Nefndin samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að samþykkja fyrirliggjandi breytingu á aðalskipulagi um strenglögn yfir Hellisheiði og Þverárvirkjun ásamt deiliskipulagi fyrir Þverárvirkjun. Drög að svari við bréfi Landverndar verða lögð fyrir næsta sveitarstjórnarfund. Samþykkt samhljóða.​

 • Þverá – lausn lands úr land­bún­að­ar­notum

  ​Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að verða við erindinu og sækja um lausn lands úr landbúnaðarnotum fyrir Þverárvirkjun.
  Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00.