Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 22

Kjörtímabilið 2018—2022

19. október 2020

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Almenn erindi#almenn-erindi

  • Björg­un­ar­sveitin Vopni – umsókn um stöðu­leyfi

    ​Ingólfur Bragi Arason víkur af fundi vegna tengsla við Björgunarsveitina Vopna. Lögð fram kynning og umsókn um stöðuleyfi fyrir smáhýsi frá Björgunarsveitinni Vopna. Smáhýsið er skráð í fasteignaskrá F2362606. Það þarf að sækja um byggingarleyfi fyrir því á nýrri lóð sem þarf væntanlega að stofna. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir rökstuðningi fyrir þessari staðsetningu og lóðarumsókn í framhaldinu. Samþykkt samhljóða.​

  • Skipu­lags­stofnun – Kostn­að­ar­framlag vegna aðal­skipu­lags­breyt­ingar

    Bréf frá Skipulagsstofnun vegna kostnaðarframlags vegna aðalskipulagsbreytingar lagt fram þar sem óskað er eftir nánari rökstuðningi á því hvaða ástæðu sveitarfélagið telur að það uppfylli í 60% endurgreiðslu í stað 50%. Sveitarstjóra falið að kanna nánar hvaða upplýsingum Skipulagsstofnun er að sækjast eftir og senda þeim uppfærða umsókn. Samþykkt samhljóða​.

  • Bakka­varnir í Hofsá í Vopna­firði í landi Ásbrands­staða - Fram­kvæmda­leyfi

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún heimili skipulags- og byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi. Samþykkt samhljóða.​

  • Viðhald/endur­bætur á vatns­miðlun í Arnar­vatni í Vopna­firði

    ​Lögð fram greinargerð á framkvæmd á stíflu við Arnarvatn sem var farið í án leyfis og myndir af framkvæmdinni og umhverfinu. Skipulags- og umhverfisnefnd harmar þessi vinnubrögð og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að fá úttekt af áhrifum stíflunnar frá Umhverfisstofnun og/eða Náttúrufræðistofnun Austurlands og sveitarstjóra falið að fá fund með fulltrúa veiðifélagsins Vesturárdal og klára samning við veiðifélagið þar sem skýrt er hver hámarkshæð á vatni skuli vera, undanhleyping í vorleysingum og sá tími sem vatnið á að vera fullopið. Samþykkt samhljóða. ​

  • Afstöðu­mynd fyrir véla­skemmu á Egils­stöðum í Vopna­firði

    ​Lögð fram afstöðumynd fyrir vélaskemmu á Egilsstöðum í Vopnafirði. Umsögn Minjastofnunar Íslands liggur ekki fyrir og afgreiðslu því frestað til næsta fundar Skipulags- og umhverfisnefndar. Samþykkt samhljóða.​

  • Hafn­ar­byggð 2a – sjáv­ar­hlið

    ​Lögð fram betur útfærð gögn um framkvæmdina. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir staðfestingu á því að sá hluti húss sem verið er að endurbæta falli ekki undir aldursfriðun. Samþykkt samhljóða.​

  • Ytri hlíð – umsókn um stofnun lóðar

    Umsókn um stofnun lóðar í Ytri hlíð lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.

  • Leiga á landi - Þorbrands­staðir

    ​Lögð fram umsókn Karolinu Szulczyk um leigu á lóð í landi Þorbrandsstaða fyrir byggingu heilsárshúss. Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt erindið því ekki er til skipulagt frístundasvæði í aðalskipulagi sveitarfélagsins. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir, fundargerð lesin og borin upp til samþykktar, hún samhljóða samþykkt og fundi slitið kl. 09:28.