Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2018—2022

24. júní 2020

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 15:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

  • Niður­staða grennd­arkynn­ingar – Skála­nes­gata 8b – 8i

    ​Niðurstaða grenndarkynningar kynnt. Fyrir liggur samþykki frá öllum húsum í grenndarkynningunni fyrir utan Skálanesgötu 8a. Skipulags- og umhverfisnefnd lítur svo á að þegar fyrir liggur skriflegt samþykki frá eigendum Skálanesgötu 8a þá sé grenndarkynningu lokið og samþykkir nefndin erindi sveitarstjóra um byggingarleyfi fyrir sitt leiti. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihlutans. Einn situr hjá. 

  • Lýsing fyrir breyt­ingu á aðal­skipu­lagi vegna veiði­húss í Ytri-Hlið

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða​

  • Umsókn um stofnun lands – Ytri-hlíð 3

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.​

  • Ytri-hlíð – ósk um vegslóða

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún heimili byggingarfulltrúa að gefa út framkvæmdaleyfi fyrir vegslóðanum að viðhöfðu samráði við Umhverfisstofnun og Minjastofnun Íslands. Samþykkt samhljóða.​

  • Lýsing fyrir breyt­ingu á deili­skipu­lagi miðsvæðis hafnar vegna niðurrifs

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt með fimm atkvæðum meirihutans. Sigríður Elva Konráðsdóttir situr hjá.​