Fundur nr. 21
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15. kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Lögð fram til kynningar tillaga að lokastaðsetningu fyrir frisbígolfvöllinn. Tillagan er í samræmi við deiliskipulag íþróttasvæðis og skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við tillöguna.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Skipulagsstofnun, Fljótsdalshéraði, HAUST, Hauki Geir Garðarssyni, Náttúrufræðistofnun Íslands, Veðurstofu Íslands og Minjastofnun Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa umsögnum og ábendingum til skipulagsráðgjafa og leggur til við sveitarstjórn að unnin verði vinnslutillaga. Varðandi athugasemdir við tillöguna óskar Skipulags- og umhverfisnefnd eftir afstöðu framkvæmdaraðila. Samþykkt samhljóða.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Skipulagsstofnun, Vegagerðinni, Loja Höskuldssyni og Minjastofnun Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vísa umsögnum og ábendingum til skipulagsráðgjafa og leggur til við sveitarstjórn að unnin verði vinnslutillaga. Skipulags og umhverfisnefnd er sammála Loja um mikilvægi hússins og sögu þess. Á hinn bóginn er húsið ekki vel staðsett þar sem það er aðþrengt af öðrum húsum og nýtur sín ekki vel á þessum stað. Húsið hefur ekki fengið nauðsynlegt viðhald í áravís og er því í bágbornu ástandi. Núverandi eigendur sjá ekki fram á að geta nýtt það og haldið því við eins og þarf. Það er því niðurstaða nefndarinnar að heimila niðurrif á húsinu þar sem ekki er fyrirsjáanlegt að það fái nauðsynlegt viðhald og fái notið sín í umhverfinu. Samþykkt með fimm atkvæðum. Sigríður Elva Konráðsdóttir greiðir atkvæði á móti.
Umsagnir bárust frá eftirfarandi aðilum: Vegagerðinni, HAUST, Minjastofnun Íslands, Fiskistofu, Umhverfisstofnun, Fljótsdalshéraði, Náttúrufræðistofnun Íslands og Veðurstofu Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði endanleg tillaga og tillagan auglýst. Samþykkt samhljóða.
Ein umsögn barst frá Minjastofnun Íslands. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að unnin verði endanleg tillaga og tillagan auglýst. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram til kynningar endanleg teikning af lóðarfrágangi við Vallarhús. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir breytinguna. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram til kynningar umsögn Skipulagsstofnunar varðandi endurskoðun aðalskipulags og uppfærð tímalína. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að hún verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemd við erindið. Samþykkt samhljóða.
Skipulags- og umhverfisnefnd bendir umsækjanda á að húsið er byggt árið 1900 og er því aldursfriðað og óskar eftir því að hann leggi fram betur útfærð gögn og umsögn Minjastofnunar um framkvæmdina. Samþykkt samhljóða.
Beiðni um landskipti í Bustarfelli um að stofna þrjár lóðir lögð fram. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að erindið verði samþykkt. Samþykkt samhljóða.