Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 34

Kjörtímabilið 2018—2022

9. maí 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 9.maí 2022, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Deili­skipulag fyrir miðbæ Vopna­fjarð­ar­hrepps – vinnslu­til­laga

    ​Gunnar Ágústsson hjá Yrki arkitektum kynnti vinnslutillögu á deiliskipulagi fyrir miðbæ Vopnafjarðarhrepps. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að vinnslutillagan verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

  • RARIK – beiðni um streng­lögn í Norður-Skála­nesi

    ​Lögð fram beiðni um strenglögn í Norður-Skálanesi frá RARIK. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu frá og óskar eftir betri upplýsingum frá RARIK. Samþykkt samhljóða.

  • Rangár­melur – beiðni um að efnis­námur verði settar inn á skipulag

    ​Lögð fram beiðni frá Vegagerðinni um að efnisnámur við Rangármel verði settar inn á skipulag. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu málsins og óskar eftir betri upplýsingum frá Vegagerðinni. Samþykkt samhljóða.

  • Vélí­þrótta­félag Vopna­fjarðar – ósk um land­svæði

    ​Lögð fram beiðni um landsvæði frá nýstofnuðu Vélíþróttafélagi Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd tekur jákvætt í erindið en bendir á að í dag er ekkert svæði í aðalskipulagi skilgreint fyrir vélíþróttir og því þarf að vinna deiliskipulag og breyta aðalskipulagi þegar landsvæðið hefur verið fundið. Skipulags- og umhverfisnefnd frestar afgreiðslu erindisins og felur sveitarstjóra að vinna málið áfram. Samþykkt samhljóða. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:39.