Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 33

Kjörtímabilið 2018—2022

13. apríl 2022

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 13.apríl 2022, haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Yrki arki­tektar – minn­is­blað um stöðu verk­efna á Vopna­firði 22.3

    ​Lagt fram til kynningar minnisblað frá Gunnari Ágústssyni, skipulagsráðgjafa um stöðu verkefna á Vopnafirði.

  • Deili­skipulag Holta- og Skála­nes­hverfis – lýsing

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.

  • Deili­skipulag miðsvæðis Vopna­fjarð­ar­hrepps - umsagnir

    ​Auglýsingu lýsingar á deiliskipulagi fyrir miðsvæði Vopnafjarðarhrepps er lokið. Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun og Vegagerðinni. Umsögnum vísað til skipulagsráðgjafa. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að unnin verði vinnslutillaga. Samþykkt samhljóða.

  • Spennuhús fyrir RARIK á Búðaröxl 1

    ​Lögð fram umsókn um byggingu spennuhúss fyrir RARIK á Búðaröxl 1. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu sem um ræðir. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 3 mgr. 44. greinar skipulagslaga þar sem að mati nefndarinnar varðar framkvæmdin ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjenda. Samþykkt samhljóða.

  • RARIK – beiðni um streng­lögn í Hjaltadal

    ​Lögð fram beiðni um strenglögn í Hjaltadal frá RARIK. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu frá og óskar eftir betri upplýsingum frá RARIK. Samþykkt samhljóða.

  • Svæð­is­skipulag Aust­ur­lands – kynning svæði­skipu­lagstil­lögu

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Stuðlagil – ósk um umsögn

    Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og telur ekki að áformin komi til með að hafa mikil áhrif í Vopnafjarðarhreppi. Skipulags- og umhverfisnefnd telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn. Samþykkt samhljóða.


  • Sannir Land­vættir – ósk um samstarf

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Bréf frá hesta­manna­fé­laginu Glófaxa – reið­vegir í sveit­ar­fé­laginu

    ​Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til skipulagsráðgjafa til áframhaldandi vinnslu. Samþykkt samhljóða.

  • Bréf frá Vélí­þrótta­fé­lagi Vopna­fjarðar – ósk um land­svæði

    ​Lögð fram beiðni um landsvæði frá nýstofnuðu Vélíþróttafélagi Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum varðandi verkefnið og frestar afgreiðslu erindisins. Samþykkt samhljóða. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:36.