Fundur nr. 33
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Lagt fram til kynningar minnisblað frá Gunnari Ágústssyni, skipulagsráðgjafa um stöðu verkefna á Vopnafirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
Auglýsingu lýsingar á deiliskipulagi fyrir miðsvæði Vopnafjarðarhrepps er lokið. Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun og Vegagerðinni. Umsögnum vísað til skipulagsráðgjafa. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að unnin verði vinnslutillaga. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram umsókn um byggingu spennuhúss fyrir RARIK á Búðaröxl 1. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu sem um ræðir. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 3 mgr. 44. greinar skipulagslaga þar sem að mati nefndarinnar varðar framkvæmdin ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjenda. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni um strenglögn í Hjaltadal frá RARIK. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu frá og óskar eftir betri upplýsingum frá RARIK. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og telur ekki að áformin komi til með að hafa mikil áhrif í Vopnafjarðarhreppi. Skipulags- og umhverfisnefnd telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til skipulagsráðgjafa til áframhaldandi vinnslu. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni um landsvæði frá nýstofnuðu Vélíþróttafélagi Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum varðandi verkefnið og frestar afgreiðslu erindisins. Samþykkt samhljóða.