Fundur nr. 33
Kjörtímabilið 2018—2022
Kjörtímabilið 2018—2022
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð
Borghildur Sverrisdóttir
NefndarmaðurLárus Ármannsson
NefndarmaðurSigríður Elva Konráðsdóttir
NefndarmaðurIngólfur Bragi Arason
NefndarmaðurIngólfur Daði Jónsson
NefndarmaðurHöskuldur Haraldsson
NefndarmaðurSigurður Jónsson
SkipulagsfulltrúiSara Elísabet Svansdóttir
SveitarstjóriLagt fram til kynningar minnisblað frá Gunnari Ágústssyni, skipulagsráðgjafa um stöðu verkefna á Vopnafirði.
Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að lýsingin verði auglýst og kynnt. Samþykkt samhljóða.
Auglýsingu lýsingar á deiliskipulagi fyrir miðsvæði Vopnafjarðarhrepps er lokið. Umsagnir bárust frá HAUST, Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun, Minjastofnun og Vegagerðinni. Umsögnum vísað til skipulagsráðgjafa. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til að unnin verði vinnslutillaga. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram umsókn um byggingu spennuhúss fyrir RARIK á Búðaröxl 1. Ekki er í gildi deiliskipulag á svæðinu sem um ræðir. Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að falla frá grenndarkynningu á grundvelli 3 mgr. 44. greinar skipulagslaga þar sem að mati nefndarinnar varðar framkvæmdin ekki hagsmuni annarra en sveitarfélagsins og umsækjenda. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni um strenglögn í Hjaltadal frá RARIK. Skipulags- og umhverfisnefnd vísar erindinu frá og óskar eftir betri upplýsingum frá RARIK. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir framlögð gögn um fyrirhugaða breytingu á aðalskipulagi Fljótsdalshéraðs og telur ekki að áformin komi til með að hafa mikil áhrif í Vopnafjarðarhreppi. Skipulags- og umhverfisnefnd telur því ekki tilefni til að veita frekari umsögn. Samþykkt samhljóða.
Lagt fram til kynningar.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur vel í erindið og vísar því til skipulagsráðgjafa til áframhaldandi vinnslu. Samþykkt samhljóða.
Lögð fram beiðni um landsvæði frá nýstofnuðu Vélíþróttafélagi Vopnafjarðar. Skipulags- og umhverfisnefnd óskar eftir frekari upplýsingum varðandi verkefnið og frestar afgreiðslu erindisins. Samþykkt samhljóða.