Skipu­lags- og umhverf­is­nefnd

Fundur nr. 32

Kjörtímabilið 2018—2022

23. nóvember 2021

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur skipulags- og umhverfisnefndar Vopnafjarðarhrepps 23.nóvember 2021, haldinn í félagsheimilinu Miklagarði kl. 09:00.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Yrki arki­tektar – minn­is­blað um stöðu verk­efna á Vopna­firði 1.11

    ​Gunnar Ágústsson, skipulagsráðgjafi fór yfir minnisblað um stöðu verkefna á Vopnafirði.

  • Björg­un­ar­sveitin Vopni - lóðar­um­sókn

    ​Fyrir liggur umsókn um stofnun lóðar frá Björgunarsveitinni Vopna. Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við sveitarstjórn að verða við erindinu um stofnun lóðarinnar samkvæmt fyrirliggjandi gögnum. Lóðin mun bera nafnið Urðarkambur. Samþykkt með fimm atkvæðum. Sigríður Elva Konráðsdóttir og Ingólfur B. Arason sitja hjá.

  • Bílar og vélar - lóðar­um­sókn

    ​Fyrir liggur umsókn um lóð fyrir starfsemi Bíla og véla á hafnarsvæðinu. Lóðin sem sótt er um er ekki í samræmi við deiliskipulag miðhluta hafnarsvæðis og því getur skipulags- og umhverfisnefnd ekki orðið við erindinu.  Skipulags- og umhverfisnefnd getur ekki samþykkt erindið á þessum forsendum og bendir umsækjendum á að skoða aðra möguleika. Samþykkt samhljóða.

  • Deili­skipulag miðhluta hafn­ar­svæðis – breyt­inga­til­laga

    ​Auglýsingu breytingar á deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðis er lokið. Athugasemd barst frá Árna Magnússyni. Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir athugasemdirnar. Hvað varðar nöfn gatna og lóða samþykkir nefndin að skoða ábendingu um að lóðirnar teljist allar tilheyra Hafnarbyggð og telur að það gæti verið til einföldunar og jafnvel skýrara og beinir því til ráðgjafa að skoða þetta betur. Nefndin bendir á að ákvörðun um hæð bygginga er til að koma til móts við þarfir Brims vegna fyrirhugaðrar uppbyggingar og telur að tilgreind hæð sé ákvörðuð af brýnni nauðsyn. Með því að þetta er samfellt athafnasvæði Brims telur nefndin ekki sérstaka þörf á aðkomuleið á milli bygginga til viðbótar við það sem skipulagið gerir ráð fyrir. Lenging á viðlegukanti að Ásgarði var ekki hluti af þessari breytingu og kallar að mati nefndarinnar á breytingu á skipulaginu sem er ekki viðfangsefni þessarar tillögu. Nefndin telur ekki að athugasemdirnar kalli á frekari breytinu á skipulagstillögunni eins og hún var auglýst og samþykkir að leggja til við sveitarstjórn að hún samþykki breytingu á deiliskipulagi fyrir miðhluta hafnarsvæðisins. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:50.