Öldungaráð

Fundur nr. 2

Kjörtímabilið 2022—2026

9. febrúar 2024

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:45
Þórhildur Sigurðardóttir ritaði fundargerð

Fundur var haldinn í öldungarráði Vopnafjarðarhrepps 9. febrúar 2024 í félagsheimilinu Miklagarði kl. 8:45.

1. Erindi#1-erindi

  • Þarf­agreining málefna aldr­aðra á Vopna­firði

    ​Farið var yfir fyrri erindi félags eldri borgara til sveitarstjórnar varðandi velferðarteymi og þarfagreiningu á málefnum aldraðra á Vopnafirði.

    Útbúinn hefur verið bæklingur um þjónustu eldri borgara á Vopnafirði og verður hann sendur út 15. febrúar.

    Eins og er sinnir Sundabúð heimahjúkrun í Vopnafjarðarhreppi og þrátt fyrir yfirfærslu til HSA er ekki víst að það muni breytast.


  • Þarf­agreining – íbúa­þing

    ​Ráðist verður í þarfagreininu á húsnæðismálum eldri borgara á Vopnafirði. Ákveðið að gera þetta minna formlegt. Könnun verður sett á netið og blöð inn í Sundabúð, Sambúð og Miklagarð. Könnunin verður opin í tvær vikur og niðurstöður hennar lagðar fyrir næsta fund öldungarráðs.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:22.