Menn­ing­ar­mála­nefnd

Fundur nr. 19

Kjörtímabilið 2018—2022

22. mars 2021

kl. 14:59
Fanney Björk Friðriksdóttir ritaði fundargerð

Fundur menningarmálanefndar Vopnafjarðar 22. mars 2021 settur 14:59

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Umræða um Vopna­skak 2021

    ​Nefndarfólk var sammála um að erfitt væru að segja til um hvað væri hægt að gera að svo stöddu, en vildu stefna að því að halda hátíðina með fyrirvara um ástandið í samfélaginu. Áætluð tímasetning 3.-4. júlí.
    Vegna aðstæðna þótti nefndarfólki ekki tilefni til að ráða framkvæmdarstjóra að svo stöddu, en stefna að því að byrja undirbúningsvinnu tengda því sjálf. Farið var lauslega yfir viðburði seinasta árs, hvað vilji er fyrir að hafa áfram og hvað ekki.
    Ákveðið að Fanney skyldi gera vinnuskjal fyrir nefndina fyrir undirbúningsvinnu.

  • Hvað sjáum við fyrir okkkur 2021?

    Erfitt að segja, en ákveðið að hafa augun opin fyrir spennandi tækifærum. 

  • Önnur mál

    ​Tilkynnt var um samtöl sem hafa átt sér stað vegna viðburða eða áhuga um slíka. 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 15:44