Menn­ing­ar­mála­nefnd

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2018—2022

30. apríl 2020

Teams kl. 16:15

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Umræða um Vopna­skak

    Rætt var um hvað skyldi gera í sambandi við bæjarhátíðina Vopnaskak í ljósi aðstæðna í samfélaginu. Niðurstaða meirihluta nefndarmanna var að halda umræðunni opinni, heyra í Sigurði Vopna og sjá til hvort sé ekki hægt að halda hátíðina í breyttri mynd.

  • Fundur með Sigurði Vopna um hugmyndir fyrir Vopna­skak

    Margar góðar hugmyndir komu fram um útfærslu á hátíðinni í ljósi aðstæðna. Ákveðið var að Sigurður myndi halda áfram sinni vinnu að útfærslu hátíðarinnar í samráði við menningarmálanefnd. Sigurði falið að gera spjall á samfélagsmiðlum þar sem hann gæti kynnt fyrir nefndinni hugmyndir og þróun mála.

  • Styrk­beiðni kammer­sveit­ar­innar Elju.

    Styrkbeiðnin var rædd og kom formaður með tillögu um að styrkja sveitina með beinum styrk að upphæð 100.000 kr. í stað 200.000 kr. Greidd voru atkvæði og tillagan samþykkt með þremur atkvæðum gegn einu.

  • Styrk­beiðni tónleikakórs Vopna­fjarðar.

    Styrkbeiðninni var vísað til menningarmálanefndar frá sveitastjórn. Menningarmálanefnd vísar málinu aftur til sveitastjórnar á þeim forsendum að ekki er verið að sækja um menningarstyrk vegna ákveðins viðburðar heldur rekstrar/starfsstyrk. Enn fremur verður þessi ákveðna ferð sem talað er um í beiðninni ekki farin og því líklegt að sótt verði um aftur á nýjum forsendum. Menningamálanefnd tekur þó jákvætt í verkefnið og vill leggja til að kórarnir verði styrktir.

2. Önnur mál#2-onnur-mal

  • Önnur mál

    Tilkynnt var um nýja áætlaða dagsettningu á leikriti frá Leikhópnum Lottu sem frestaðist fyrr á árinu vegna ástandsins í samfélaginu. Ný dagsetning er 19. júlí.