Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 33

Kjörtímabilið 2022—2026

8. október 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 11:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 33 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 8 október klukkan 08:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Rithöf­unda­lestin

    ​Rithöfundalestin fer fram á Vopnafirði 6. Nóvember nk.  

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir að halda samstarfi áfram við Rithöfundalestina.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Dagar myrkurs

    Dagar myrkurs verða haldnir dagana 27. október – 2. nóvember 2025.

     Formaður nefndarinnar fór yfir staðfesta viðburði og dagskrá Daga myrkurs á Vopnafirði.

  • BRAS

    Barnamenningarhátíð Austurlands er haldin í áttunda sinn haustið 2025.

    Fulltrúi Vopnafjarðarhrepps í stýrihópi BRAS fór yfir fyrirkomulag hátíðarinnar í ár. 

  • Kynn­ing­armál: Afrifu­kort

    Til stendur að uppfæra afrifukort fyrir sveitarfélagið. Óskað var eftir ábendingum og hugmyndum nefndarinnar fyrir áframhaldandi vinnu.

  • Jóla­við­burðir

    Umræður um viðburði sveitarfélagsins í aðdraganda jóla.

    Tendrun jólatrés verður í tengslum við aðventuröltið 28. nóvember nk. Jólaball sveitarfélagsins verður haldið 28. desember.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:24.