Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 32

Kjörtímabilið 2022—2026

20. ágúst 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 32 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 20. ágúst klukkan 08:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Kaup­vangur, til kynn­ingar

    ​Fyrir liggur minnisblað sveitarstjóra um starfsemi og stefnu í Kaupvangi. Lagt fram til kynningar.

  • AECO – Association of Artic Exped­ition Cruise Operatiors, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Menn­ing­ar­verð­laun SSA

    ​Menningarverðlaun SSA eru veitt einstaklingi, stofnun eða félagasamtökum á Austurlandi fyrir eftirtektarvert framtak á sviði menningar á undanförnum árum/áratugum eða einstakt menningarafrek sem er öðrum fyrirmynd. Verðlaunin verða veitt á Haustþingi SSA á Vopnafirði 18.-19. ágúst 2025. Nefndin ræddi tilnefningar frá sveitarfélaginu.

  • Haust og vetur 2025

    ​Nefndin fór yfir viðburði sem fyrirhugaðir eru í haust og vetur. Haldið verður áfram að vinna áfram með hugmyndir og tillögur í framhaldi.

  • BMX brós á Vopna­fjörð

    ​Hjólahópurinn BMX-brós fagna 10 ára afmæli í ár og eru að skipuleggja ferð um landið með námskeið fyrir börn og sýningu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir að fá BMX brós með viðburð á Vopnafjörð 12. október nk.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Vopna­skak

    ​Umræða um bæjarhátíðina Vopnaskak.

2. Önnur mál#2-onnur-mal

  • Önnur mál

    ​Sveitarstjóri ræddi hlutverk nefndarinnar og endurvakningu ferðafélaga á Vopnafirði.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:44.