Fundur nr. 30
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Fanney Björk Friðriksdóttir
FormaðurHafdís Bára Óskarsdóttir
NefndarmaðurHreiðar Geirsson
NefndarmaðurSigríður Bragadóttir
NefndarmaðurUrður Steinunn Önnudóttir Sahr
NefndarmaðurBobana Micanovic
NefndarmaðurValdimar O. Hermannsson
NefndarmaðurÍris Edda Jónsdóttir
StarfsmaðurKarlakór Akureyrar – Geysir stefnir á að koma í Miklagarð 3. maí n.k. en óskað hefur verið eftir niðurfellingu á leigu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita endurgjaldslausa húsaleigu á Miklagarði fyrir viðburðinn.
Ákveðið var að uppfæra afrifukort af sveitarfélaginu og fá tilboð í útvarpsauglýsingapakka í sumar.
Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála við yfirfærslu, starfsmannamál og rekstur á Bustarfelli.
Íris Edda fór yfir stöðuna fyrir Vopnaskak 2025.
Á síðasta fundi nefndarinnar 19. mars var óskað eftir frekari gögnum fyrir þær tvær umsóknir sem bárust menningarsjóðnum.