Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 30

Kjörtímabilið 2022—2026

22. apríl 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 30 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 22. mars klukkan 08:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Karlakór Akur­eyrar - Geysir

    ​Karlakór Akureyrar – Geysir stefnir á að koma í Miklagarð 3. maí n.k. en óskað hefur verið eftir niðurfellingu á leigu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps samþykkir að veita endurgjaldslausa húsaleigu á Miklagarði fyrir viðburðinn.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum. Hreiðar Geirsson situr hjá.


  • Markaðs- og kynn­ing­armál á Vopna­firði

    ​Ákveðið var að uppfæra afrifukort af sveitarfélaginu og fá tilboð í útvarpsauglýsingapakka í sumar.

  • Bust­ar­fell, til kynn­ingar

    ​Sveitarstjóri fór yfir stöðu mála við yfirfærslu, starfsmannamál og rekstur á Bustarfelli.

  • Vopna­skak

    ​Íris Edda fór yfir stöðuna fyrir Vopnaskak 2025.

  • Umsóknir í menn­ing­ar­sjóð Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Á síðasta fundi nefndarinnar 19. mars var óskað eftir frekari gögnum fyrir þær tvær umsóknir sem bárust menningarsjóðnum.

    Jón Haraldsson sækir um styrk fyrir 3d kort af gömlu póstleiðunum. Sótt er um 200.000 kr.

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.

    Íris víkur af fundi.

    Íris Edda Jónsdóttir og Eyrún Guðbergsdóttir sækja um styrk fyrir skiptimarkað í Nýtingarmiðstöðinni. Sótt er um 70.000 kr.

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:49.