Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 29

Kjörtímabilið 2022—2026

19. mars 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 29 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 19. mars klukkan 08:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Kraft­lyft­inga­keppnin Víking­urinn 2025

    ​Fyrir liggur auglýsing frá kraftlyftingakeppninni Víkingnum fer fram dagana 11.-13. júlí, þar sem óskað er eftir sveitarfélögum til að halda keppnina 2025.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps tekur jákvætt í erindið og felur starfsmanni nefndar að vinna málið áfram.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Drög að reglum um snjómokstur

    ​Fyrir liggja drög að snjómokstursreglum í Vopnafjaðarhreppi og minnisblað frá forstöðumanni áhaldahúss. Forstöðumaður kom á fund og gerði grein fyrir drögunum. Lagt fram til kynningar.

  • Umsóknir í menn­ing­ar­sjóð Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Tvær umsóknir bárust í menningarsjóð Vopnafjarðarhrepps.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps tekur jákvætt í erindin og felur starfsmanni nefndar að óska eftir frekari gögnum. Úthlutun er frestað til 1. maí nk.“

    Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.12.