Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 28

Kjörtímabilið 2022—2026

12. febrúar 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 15:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 28 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 12. febrúar klukkan 08:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Endur­skoðun úthlut­un­ar­regla Menn­ing­ar­sjóðs Vopna­fjarðar

    ​Lögð fram endurskoðuð drög að úthlutunarreglum Menningarsjóðs Vopnafjarðar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir drög að uppfærðum úthlutunarreglum Menningarsjóðs Vopnafjarðar og vísar erindinu til sveitarstjórnar til samþykktar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Bust­ar­fell

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Erindi frá hrepps­ráði: Úthlutun byggða­kvóta til byggð­ar­laga á fisk­veiði­árinu 2024/2025 til umsagnar

    ​Vopnafjarðarhreppi hefur verið ráðstafað byggðakvóta, samtals 105,500 tonnum til úthlutunar.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd tekur undir bókun hreppsráðs og felur sveitarstjóra að kanna áður hvort vinnsla sé möguleg á Vopnafirði.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Vopna­skak

    ​Umræður og hugarflug um bæjarhátíðina Vopnaskak sem haldin verður 11. – 13. júlí nk.

  • Fjár­hagur menn­ingar- og atvinnu­mála­nefndar, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09.12.