Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 27

Kjörtímabilið 2022—2026

11. desember 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 14:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 27 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 11. desember klukkan 14:00.

1. Erindi#1-erindi

  • Mannamót 2025

    ​Mannamót Markaðsstofa landshlutanna verður haldið 16. janúar 2025 og mun Vopnafjarðarhreppur taka þátt.

  • Jóla­ball Vopna­fjarð­ar­hrepps 2025

    ​Farið yfir fyrirkomulag jólaballs Vopnafjarðarhrepps í ár.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir að styrkja Lego hópurinn Dodici til að sjá um veitingar á jólaballinu.

    Samþykkt samhljóða.


  • Bust­ar­fell

    ​Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra vegna Bustarfells.

    Menningar- og atvinnumálanefnd tekur vel í erindið.

    Safninu hefur verið vel sinnt af rekstraraðilum og með yfirfærslu gefst sveitarfélaginu færi á að byggja það upp enn frekar og nýta þetta tækifæri til frekari uppbyggingar í ferða- og markaðsmálum á svæðinu.

    Nefndin vill leggja áherslu á að yfirfærslan fari fram með nákvæmni og ígrundun svo engir mikilvægir þættir fari forgörðum. Með góðri samvinnu staðarhaldara, sveitarfélagsins og nefndarinnar, getum við skapað öflugt safn sem mun nýtast samfélaginu í heild.

    Menningar- og atvinnumálanefnd telur brýna þörf á að aukinn kraftur verði settur í þessu mál og leggur til að safnstjóri geti gengt starfi á móti hjá sveitarfélaginu.


  • Tónlist­ar­skóli Vopna­fjarðar

    ​Fyrir liggur minnisblað frá sveitarstjóra um breytingar á Tónlistarskóla Vopnafjarðar.

    Lagt fram til kynningar.


  • Stefnu­mörkun í ferða­þjón­ustu

    ​Hugmyndir eru um að gera stefnu í ferðamálum í sveitarfélaginu til að auka ferðaþjónustu á svæðinu. Starfsmanni nefndarinnar er falið að hefja upplýsingavinnu við stefnuna. 

    Menningar- og atvinnumálanefnd hvetur til að Framfara- og ferðamálafélag Vopnafjarðar verði endurvakið.

  • Skýrsla Hofs­kirkju vegna úthlut­unar úr menn­inga­sjóði, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Fund­ar­dag­skrá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefndar 2025

    ​Fyrir liggur fundardagskrá nefndarinnar fyrir árið 2025 til samþykktar.
    Samþykkt samhljóða.

  • Endur­skoðun á reglum Mennin­ar­sjóðs Vopna­fjarðar

    ​Umræða var um fyrirhugaðar breytingar á Menningarsjóði Vopnafjarðar. Starfsmanni nefndarinnar er falið að uppfæra reglurnar og leggja fyrir næsta fund, til samþykktar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 15:16.