Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 24

Kjörtímabilið 2022—2026

23. október 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 24 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps verður haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps þriðjudaginn 23. október klukkan 8:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Umsóknir menn­ing­ar­sjóðs Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Þrjár umsóknir bárust til menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps. 

    Jane Kavanagh-Lauridsen sækir um styrk fyrir kaffihúsi í Kaupvangi. Sótt er um 200.000 kr.

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir umsóknina. Fanney, Bobana og Jón samþykkja umsóknina. Dagný og Urður sitja hjá og Hreiðar greiðir atkvæði á móti.

    Snætindur sækir um fyrir kayakleigunni Saga Kayak. Sótt er um 200.000 kr.

    Menningar- og atvinnumálanefnd greiðir atkvæði með umsókninni. Bobana og Fanney greiða atkvæði með. Jón og Hreiðar á móti og Dagný og Urður sitja hjá.

    Greitt var atkvæði um að gera aðra atkvæðagreiðslu.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt með 5 atkvæðum. Hreiðar situr hjá.

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir umsóknina. Bobana, Dagný og Fanney greiða atkvæði með, Hreiðar greiðir atkvæði á móti. Jón og Urður sitja hjá.

    Arlette Monserat sækir um fyrir viðburði á Dögum myrkurs, Dag hinna dauðu. Sótt er um 150.000 kr.

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.


  • Óskir nefnd­ar­innar til fjár­hags­áætl­unar 2025

    ​Menningar- og atvinnumálanefnd leggur eftirfarandi tillögur fram til fjárhagsáætlunar 2025.

    • Aukið fjármagn í Menningarsjóð Vopnafjarðar
    • Aukið fjármagn í Vopnaskak
    • Fjármagn svo nefndin hafi svigrúm til að framkvæmda viðburði
    • Setja aukinn kraft í markaðssetningu og uppbyggingu ferðamannastaða


  • Jóla­dag­skrá

    ​Umræða var um störf nefndarinnar í desember. Áætlað er að tendrun jólatrés verði í tengslum við aðventuröl 29. nóvember og jólaball í Miklagarði 28. desember.

  • Fram­kvæmda­stjóri Vopna­skaks

    ​Nefndin hefur ákveðið að fela starfmanni nefndarinnar, Írisi Eddu Jónsdóttur, að vera framkvæmdastjóri Vopnaskaks 2025.

  • Skýsla vegna úthlut­unar úr menn­inga­sjóði, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:08