Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 23

Kjörtímabilið 2022—2026

17. september 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 23 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps verður haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 17. september klukkan 8:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Vopna­skak – eftir­fylgni og fjár­hagur

    ​Farið var yfir uppgjör Vopnaskaks 2024 og niðurstöðu frá vinnufundi skipulagsnefndar hátíðarinnar.

  • Fjár­hags­áætlun 2025, til kynn­ingar

    ​Sveitarstjóri fór yfir aðgerðaráætlun fyrir fjárhagsáætlunarvinnu í haust.

  • Óskir frá nefnd­inni fyrir fjár­hags­áætlun 2025

    ​Rætt var um áherslur nefndarinnar fyrir næsta ár en óskum til fjárhagsáætlunar er vísar til næsta fund atvinnu- og menningarmálanefndar í október.

  • Samstarf um kvenna­sögu­skilti

    ​Lagt fram til umræðu.

  • BRAS

    ​Staða BRAS til umræðu. Íris Edda hefur tekið við af Urði Sahr í stýrihópi BRAS f.h. Vopnafjarðarhrepps.

  • Staða Nýting­ar­kjarna, til kynn­ingar

    ​Farið var yfir stöðu mála hjá Nýtingarkjarnanum og spurningum svarað varðandi verkefnið.


  • Fund­ar­dag­skrá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefndar

    ​Ákveðið var að næsti fundur nefndar færist til 23. október. Fyrir fasta fundartíma næsta árs verður lögð fram könnun til nefndarmanna.

Önnur mál#onnur-mal

  • Önnur mál

    ​Sveitarstjóri gerði grein fyrir eignarhaldi og aðgengi að Kolbeinstangarvita. Umræða um gönguleiðir í sveitarfélaginu og umsóknir til Framkvæmdarsjóðs ferðamannastaða voru einnig til umræðu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:56.