Menningar- og atvinnumálanefnd
Fundur nr. 22
Kjörtímabilið 2022—2026
28. ágúst 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur nr. 22 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps verður haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 28. ágúst klukkan 8:30.
- Erindi frá sveitarstjórn: Kvennasöguskilti á Austurlandi – bréf frá Sambandi austfirskra kvenna
Fyrir fundinum liggur bréf frá Sambandi austfirskra kvenna þar sem óskað er eftir menningarlegu samstarfi við Vopnafjarðarhrepp varðandi uppsetningu á fræðsluskiltum um sögu kvenna í sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps tekur vel í erindið og felur starfsmanni nefndarinnar að setja sig í samband við Samband austfirskra kvenna.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Umræða um haustið
Rætt var um það sem er framundan hjá nefndinni í haust og vetur s.s. Dagar myrkurs, jólaviðburðir og aðrir viðburðir sem nefndin stefnir á.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:15.