Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 20

Kjörtímabilið 2022—2026

15. maí 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 20 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 15. maí klukkan 8:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Umsóknir í menn­ing­ar­sjóð Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Þrjár umsóknir bárust til menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps.
    Þórhildur Sigurðardóttir sækir um styrk fyrir fjölmenningarhátíð á Vopnafirði. Sótt er um 186.000 kr. 

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.

    Dagný Steindórsdóttir sækir um styrk fyrir ljósmyndasýningu. Sótt er um 56.000 kr.

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.

    Hofskirkja sækir um styrk fyrir móttöku á ferðafólki í sumar í Safnaðarstofunni á Hofi. Sótt er um 150.000 kr. 

    Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir styrkbeiðnina.


  • Erindi frá hrepps­ráði: Samn­ingur við Bust­ar­fell, til umsagnar

    ​Menningar- og atvinnumálanefnd bendir á mikilvægi safnsins fyrir sveitarfélagið og leggur áherslu á að fundin verði farsæl leið til að halda áfram rekstri Bustarfells.

  • Sumarstörf BRIM í samstarfi við VFH, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Diskótek, BRAS – dagsetning viðburðar

    ​Upp kom uppástunga um dagsetningar sem ákveðið var að skoða hvort það gengur upp.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:58.