Fundur nr. 19
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Umræða skapaðist um fyrirkomulag Vopnaskaks. Engar umsóknir hafa borist í stöðu framkvæmdarstjóra og því rætt hver færi með framkvæmdarvinnu við hátíðina.
Lagt er til að menningar- og atvinnumálanefnd fari með framkvæmd hátíðarinnar í sameiningu.
Samþykkt með 6 atkvæðum. Sigríður Bragadóttir situr hjá.
Úthlutunarreglur menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps voru samþykktar af sveitarstjórn 21. mars sl.
Lagt fram til kynningar.
Fyrir liggur styrktarbeiðni frá Víkingnum 2024, keppni sterkustu manna landsins fyrir fyrirhugaða keppni 28.-30. júní n.k.
Bobana Micanovic fer af fundi kl. 09:04.
Nefndin samþykkir styrkbeiðnina. Starfsmanni nefndarinnar er falið að hafa samband við forsvarsmenn Víkingsins.
Samþykkt samhljóða.