Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 19

Kjörtímabilið 2022—2026

10. apríl 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 10.04.2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 8:30. Í upphafi fundar óskar verkefnastjóri, Valdimar O. Hermannsson eftir setu sem áheyrnarfulltrúi á fundi. Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

1. Erindi#1-erindi

  • Skipu­lagning Vopna­skaks

    ​Umræða skapaðist um fyrirkomulag Vopnaskaks. Engar umsóknir hafa borist í stöðu framkvæmdarstjóra og því rætt hver færi með framkvæmdarvinnu við hátíðina.

    Lagt er til að menningar- og atvinnumálanefnd fari með framkvæmd hátíðarinnar í sameiningu.

    Samþykkt með 6 atkvæðum. Sigríður Bragadóttir situr hjá. 


  • Menn­ing­ar­sjóður Vopna­fjarð­ar­hrepps, til kynn­ingar

    ​Úthlutunarreglur menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps voru samþykktar af sveitarstjórn 21. mars sl.

    Lagt fram til kynningar.


  • Styrkt­ar­beiðni: Víking­urinn 2024

    ​Fyrir liggur styrktarbeiðni frá Víkingnum 2024, keppni sterkustu manna landsins fyrir fyrirhugaða keppni 28.-30. júní n.k. 

    Bobana Micanovic fer af fundi kl. 09:04.

    Nefndin samþykkir styrkbeiðnina. Starfsmanni nefndarinnar er falið að hafa samband við forsvarsmenn Víkingsins.
     
    Samþykkt samhljóða.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:09.