Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 18

Kjörtímabilið 2022—2026

13. mars 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur nr. 18 kjörtímabilið 2022-2026 í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps verður haldinn á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps miðvikudaginn 13. mars klukkan 8:30.

1. Erindi#1-erindi

 • Nýting­ar­mið­stöð (áður matar­kjarni) – til kynn­ingar

  ​Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnastjóri Nýtingarmiðstöðvar á Vopnafirði, mætir á fund gegnum fjarfundarbúnað og kynnir stöðu verkefnisins.

  Menningar- og atvinnumálanefnd þakkar Örnu fyrir kynninguna.


 • Aðal­skipulag Vopna­fjarð­ar­hrepps m.t.t. ferða­þjón­ustu

  ​Farið yfir breytingar á aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps með tilliti til ferðaþjónustu og afþreyingar á svæðinu.

  Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd ákveður að senda fyrirspurn varðandi aukningu á svæði í aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps fyrir ferðaþjónustu/afþreyingu á svæðinu. Formanni og starfsmanni nefndarinnar falið að skrifa fyrirspurn og senda til byggingar- og skipulagsfulltrúa Vopnafjarðarhrepps og umhverfis- og skipulagsráðs.

  Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


 • Vopna­skak: skipu­lagning hátíð­ar­innar

  ​Umræða um fyrirkomulag Vopnaskaks.

  Starfsmanni nefndarinnar falið að auglýsa eftir hugmyndum í tengslum við hátíðina.


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið 09:59.