Menningar- og atvinnumálanefnd
Fundur nr. 17
Kjörtímabilið 2022—2026
12. febrúar 2024
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 12.02.2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 8:30.
- Drög af úthlutunarreglum menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps, til samþykktar
Lögð eru fram uppfærð drög af úthlutunarreglum menningarsjóðs Vopnafjarðarhrepps.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd samþykkir drög að úthlutunarreglum menningarsjóðsins og vísar þeim til samþykktar í sveitarstjórn Vopnafjarðarhrepps.
Samþykkt samhljóða.
Hafdís Bára mætir á fund
- Vopnaskak – staða framkvæmdarstjóra, hugmyndir frá Ungmnennaráði og umræða um dagskrá hátíðarinnar
Umræða var um dagskrá og fyrirkomulag Vopnaskaks.
Farið var yfir stöðu á umsóknum framkvæmdastjóra hátíðarinnar.
Menningar- og atvinnumálanefnd óskaði eftir hugmyndum af
viðburðum ætluðum börnum á bæjarhátíðinni frá Ungmennaráði sem voru yfirfarnar á fundinum.
Einnig tekur nefndin við ábendingum frá almenningi varðandi viðburði á hátíðinni.
- Skapandi sumarstörf á Vopnafirði
Markmiðið með Skapandi sumarstörfum er að bjóða upp á störf fyrir ungmenni á sviði menningar og lista. Að lífga upp á mannlíf Vopnafjarðar og gleðja íbúa og ferðamenn með fjölbreyttum, listrænum og skapandi viðburðum. Starfið er hugsað sem sjálfstætt verkefni eða nýsköpun undir leiðsögn verkefnastjóra.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og
atvinnumálanefnd samþykkir að verkefnið Skapandi sumarstörf
verði unnið áfram og óskar eftir að sveitarstjórn taki erindið fyrir.
Samþykkt samhljóða.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:40.