Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 16

Kjörtímabilið 2022—2026

10. janúar 2024

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 10.01.2024 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 8:30. Einnig sat fundinn Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnastjóri Matarkjarnaverkefnis í lið a. og Íris Edda Jónsdóttir, verkefnastjóri stjórnsýslu, sem ritaði fundargerð.

Almenn mál#almenn-mal

  • Matar­kjarni á Vopna­firði, til kynn­ingar

    Verkefnið Matarkjarni á Vopnafirði, sem er á vegum Austurbrúar er verkefni sem miðar að því að kanna áhuga fólks til að koma á fót virkum matarkjarna (deilivinnslu eða deilieldhúsi) á Vopnafirði.

    Arna Björg Bjarnadóttir, verkefnastjóri Matarkjarnaverkefnis, mætti á fund og kynnti verkefnið.

    Arna Björg Bjarnadóttir yfirgefur fund kl. 09:08.


  • Drög að úthlut­un­ar­reglum menn­ing­ar­sjóðs Vopna­fjarðar, til samþykktar

    ​Lögð eru fram drög að úthlutunarreglum menningarsjóðs Vopnafjarðar. Um er að ræða menningarsjóð sem er ætlaður til að efla og styðja við verkefni á sviði menningar-, lista- og ferðamála á Vopnafirði.

    Mikil umræða átti sér stað og ýmsar hugmyndir um breytingar. Engin breytingartillaga var lögð fram og erindið ekki lagt fram til samþykktar.

    Starfsmanni nefndarinnar falið að vinna úr umræðupunktum fyrir ný drög.

    Málinu er vísað til næsta fundar menningar- og atvinnumálanefndar.


  • Mannamót 2024

    ​Mannamót markaðsstofanna verður haldið í Kópavogi 18. janúar. Formaður og starfsmaður menningar- og atvinnumálanefndar fara fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps.

    Rætt var um uppsetningu og áhersluatriði í markaðssetningu fyrir Vopnafjarðarhrepp. 


  • Fund­ar­dag­skrá menn­ingar- og atvinnu­mála­nefndar 2024

    Lögð voru fram drög að fundardagskrá menningar- og atvinnumálanefndar fyrir árið 2024. Fundir verða haldnir að jafnaði annan miðvikudag í mánuði kl. 08:30.

    Fundardagskrá samþykkt af menningar- og atvinnumálanefnd og lögð fyrir sveitarstjórn til samþykktar. 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:01