Fundur nr. 15
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Farið var yfir fjárhag menningar- og atvinnumálanefndar árið 2023 m.v. fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps.
Fyrir liggur að taka upp menningarsjóð menningarmálanefndar að nýju. Sjóðurinn er hugsaður til að efla einstaklingsframtak í menningar- og ferðamálum. Menningar- og atvinnumálanefnd vísar erindinu til starfsmanns nefndar að vinna fyrirkomulag úthlutunarreglanna áfram.
Farið var yfir og reglulegir viðburðir sveitarfélagins dagsettir fyrir árið 2024. Þ.e. Vopnaskak, Jólaball og tendrun jólatrés. Dagsetningar eru með fyrirvara um breytingar og verða settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins.
Auglýst verður eftir framkvæmdarstjóra fyrir Vopnaskak 2024 í byrjun næsta árs. Lagðar fram hugmyndir varðandi fyrirkomulag og tímasetningu hátíðarinnar. Mikil umræða skapaðist og ákveðið var að stefna á að halda hátíðina í júlí. Tvær helgar komu til greina, fyrsta og önnur helgin í júlí. Kosið var um tímasetningu hátíðarinnar með handauppréttingu. Samþykkt var með 4 atkvæðum að stefna á að hátíðin verði haldin í kringum aðra helgina í júlí ár hvert.