Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 15

Kjörtímabilið 2022—2026

13. desember 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 13.12.2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 8:30.

Almenn mál#almenn-mal

  • Fjár­hagur nefnd­ar­innar árið 2023

    ​Farið var yfir fjárhag menningar- og atvinnumálanefndar árið 2023 m.v. fyrstu umræðu fjárhagsáætlunar Vopnafjarðarhrepps.

1. Erindi#1-erindi

  • Drög að úthlut­un­ar­reglum menn­ing­ar­sjóðs

    ​Fyrir liggur að taka upp menningarsjóð menningarmálanefndar að nýju. Sjóðurinn er hugsaður til að efla einstaklingsframtak í menningar- og ferðamálum. Menningar- og atvinnumálanefnd vísar erindinu til starfsmanns nefndar að vinna fyrirkomulag úthlutunarreglanna áfram. 

  • Viðburðir árið 2024 dagsettir

    ​Farið var yfir og reglulegir viðburðir sveitarfélagins dagsettir fyrir árið 2024. Þ.e. Vopnaskak, Jólaball og tendrun jólatrés. Dagsetningar eru með fyrirvara um breytingar og verða settar inn á heimasíðu sveitarfélagsins. 

  • Fyrir­komulag Vopna­skaks 2024

    ​Auglýst verður eftir framkvæmdarstjóra fyrir Vopnaskak 2024 í byrjun næsta árs. Lagðar fram hugmyndir varðandi fyrirkomulag og tímasetningu hátíðarinnar. Mikil umræða skapaðist og ákveðið var að stefna á að halda hátíðina í júlí. Tvær helgar komu til greina, fyrsta og önnur helgin í júlí. Kosið var um tímasetningu hátíðarinnar með handauppréttingu. Samþykkt var með 4 atkvæðum að stefna á að hátíðin verði haldin í kringum aðra helgina í júlí ár hvert. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:42.