Fundur nr. 14
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Umræða fór fram um aðventurölt og tendrun jólatrésins á Vopnafirði sem verður haldin 1. desember. Íris og Fanney vinna skipulagningu áfram á viðburði við tendrunina.
Jólaballið verður haldið í Miklagarði 28. desember. Kaffihlaðborð verður boðið út. Haft verður samband við jólasveina og hljómsveit.
Upp kom sú hugmynd að útbúa viðburðadagatal (lifandi skjal) til að hafa betri yfirsýn yfir þá föstu viðburði í sveitarfélaginu 2024. Drög að viðburðarskjali var sent út með fundarboði og ef bætist við dagatalið má hafa samband við Írisi Eddu á irisj@vfh.is.
Vegna innleiðingar barnvæns sveitarfélags í Vopnafjarðarhreppi sitja nefndarmenn námskeið um Barnasáttmálann á vegum UNICEF.