Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 14

Kjörtímabilið 2022—2026

8. nóvember 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar-og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 8.11.2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 8:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Aðventurölt og tendrun jóla­trés á Vopna­firði

    ​Umræða fór fram um aðventurölt og tendrun jólatrésins á Vopnafirði sem verður haldin 1. desember. Íris og Fanney vinna skipulagningu áfram á viðburði við tendrunina.

  • Jóla­ball

    ​Jólaballið verður haldið í Miklagarði 28. desember. Kaffihlaðborð verður boðið út. Haft verður samband við jólasveina og hljómsveit.

  • Viðburðir í sveit­ar­fé­laginu árið 2024

    ​Upp kom sú hugmynd að útbúa viðburðadagatal (lifandi skjal) til að hafa betri yfirsýn yfir þá föstu viðburði í sveitarfélaginu 2024. Drög að viðburðarskjali var sent út með fundarboði og ef bætist við dagatalið má hafa samband við Írisi Eddu á irisj@vfh.is.

  • Barn­vænt sveit­ar­félag: Námskeið um barna­sátt­málann vegna innleið­ingar barn­væns sveit­ar­fé­lags.

    ​Vegna innleiðingar barnvæns sveitarfélags í Vopnafjarðarhreppi sitja nefndarmenn námskeið um Barnasáttmálann á vegum UNICEF.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:17.