Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 13

Kjörtímabilið 2022—2026

18. október 2023

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 18.10.2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl 8:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Dagar myrkurs 2023

    Farið var yfir dagskrá og viðburði Daga myrkurs á Vopnafirði 2023.

  • Þátt­taka Vopna­fjarð­ar­hrepps í Rithöf­unda­lest­inni

    Rithöfundalestin verður á Vopnafirði 16. nóvember. Menningar- og atvinnumálanefnd hefur gefið út áframhaldandi samstarfsyfirlýsingu með verkefninu.

  • Erind­is­bréf: Uppsetning mynd­aramma í náttúru og staf­rænt kynn­ing­ar­efni fyrir Vopna­fjörð, til kynn­ingar

    ​Tvær umsóknir hefa verið sendar í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir Vopnafjarðarhrepp.

    1. Myndaramma í náttúru Vopnafjarðarhrepps – mótframlag sveitarfélags 500.000 kr.
    2. Stutt myndband af helstu þjónustu og aðdráttarafli Vopnafjarðar – mótframlag sveitarfélags 150.000 kr.

    Óskað er eftir að nefndin komi með tillögu til fjárhagsáætlanar 2024 fyrir mótframlagi verkefnisins sem nemur 650.00  kr. í heildina.

    Verkefnin lögð fram til kynningar.


  • Uppgjör bæjar­há­tíð­ar­innar Vopna­skaks 2023 og umræða um hátíðina 2024

    umræða um rekstur og framkvæmd Vopnaskaks og hugmyndir um breytingar fyrir 2024.

  • Minn­is­blað um merk­ingu göngu­leiða í sveit­ar­fé­laginu

    ​Minnisblað liggur fyrir um bættar upplýsingar varðandi göngustíga á Vopnafirði. Lögð er fram hugmynd um samfélagsverkefni á kortaforritinu Strava þar sem íbúar skrá niður gönguleiðir á svæðinu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd tekur vel í hugmyndina. Nefndin mun auglýsa átakið á heilsudögum Brims í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp.

    Tillaga samþykkt samhljóða.

  • Tillögur til fjár­hags­áætlana­gerðar 2024

    ​Menningar- og atvinnumál leggur eftirfarandi tillögur fram til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2024:

    1. Skúlptur í náttúru Vopnafjarðarhrepps sem hægt er að nýta til myndatöku og aukinnar umferð á miðlum sveitarfélagsins. 500.000kr
    2. Kynningarefni 500.000 kr.
    3. Aukið fjármagn til bæjarhátíðar Vopnaskaks, 1.000.000 kr.
    4. Föstu úthlutuðu fjármagni til menningar- og atvinnumálanefndar  2.000.000 kr.

    Endurvekja styrktarsjóð menningarmála. 800.000 kr. 


  • Dagskrá BRAS á Vopna­firði, til kynn­ingar

    ​Farið yfir dagskrá BRAS á Vopnafirði.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:48.