Fundur nr. 13
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 09:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Bobana Micanovic
NefndarmaðurFanney Björk Friðriksdóttir
NefndarmaðurUrður Steinunn Önnudóttir Sahr
NefndarmaðurIngibjörg Ásta Jakobsdóttir
NefndarmaðurHreiðar Geirsson
NefndarmaðurHafdís Bára Óskarsdóttir
NefndarmaðurRagna Lind Guðmundsdóttir
NefndarmaðurÍris Edda Jónsdóttir
StarfsmaðurFarið var yfir dagskrá og viðburði Daga myrkurs á Vopnafirði 2023.
Rithöfundalestin verður á Vopnafirði 16. nóvember. Menningar- og atvinnumálanefnd hefur gefið út áframhaldandi samstarfsyfirlýsingu með verkefninu.
Tvær umsóknir hefa verið sendar í Uppbyggingarsjóð Austurlands fyrir Vopnafjarðarhrepp.
1. Myndaramma í náttúru Vopnafjarðarhrepps – mótframlag sveitarfélags 500.000 kr.
2. Stutt myndband af helstu þjónustu og aðdráttarafli Vopnafjarðar – mótframlag sveitarfélags 150.000 kr.
Óskað er eftir að nefndin komi með tillögu til fjárhagsáætlanar 2024 fyrir mótframlagi verkefnisins sem nemur 650.00 kr. í heildina.
Verkefnin lögð fram til kynningar.
umræða um rekstur og framkvæmd Vopnaskaks og hugmyndir um breytingar fyrir 2024.
Minnisblað liggur fyrir um bættar upplýsingar varðandi göngustíga á Vopnafirði. Lögð er fram hugmynd um samfélagsverkefni á kortaforritinu Strava þar sem íbúar skrá niður gönguleiðir á svæðinu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Menningar- og atvinnumálanefnd tekur vel í hugmyndina. Nefndin mun auglýsa átakið á heilsudögum Brims í samstarfi við Vopnafjarðarhrepp.
Tillaga samþykkt samhljóða.
Menningar- og atvinnumál leggur eftirfarandi tillögur fram til fjárhagsáætlunargerðar fyrir 2024:
Endurvekja styrktarsjóð menningarmála. 800.000 kr.
Farið yfir dagskrá BRAS á Vopnafirði.