Menningar- og atvinnumálanefnd
Fundur nr. 12
Kjörtímabilið 2022—2026
13. september 2023
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:30
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 13.9.2023 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 8:30.
Hafdís Bára fór af fundi kl. 09:07.
- Hugmyndvinna og yfirsýn yfir haustið 2023
Nokkrar umræður voru um menningaviðburði á haustdögum.
Nefndin hefur áhuga á að taka þátt í Dögum myrkurs og BRAS í samstarfi við Austurbrú ses.
Lagt til að skoða bókun á jólatónleikum á aðventunni.
Liggur fyrir að Vopnafjarðarhreppur haldi Heilsudaga í samstarfi við Brim í nóvember/desember.
- Tillögur fyrir fjárhagsáætlun 2024
Formanni nefndarinnar hefur borist beiðni frá sveitarstjóra þar sem hann óskar eftir að nefndin komi á framfæri upplýsingum sem hún óskar eftir að hafðar verði til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2024.
Menningar- og atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að í fjárhagsáætlun verði eftirfarandi liðum komið að:
Styrktarsjóður Menningamálanefndar. Sjóður sem hvetur einstaklinga til menningalegra verkefna og viðburða í Vopnafjarðarhreppi.
Aukið fjármagn til boðmiðlunar til ferðamanna. Uppfærsla bæklinga,
vefsíðu (visit síðu Vopnafjarðarhrepps) og kynningarefni til að setja
aukinn kraft í móttöku ferðamenna sem og auglýsingu og kynningu á staðnum. Aukinn sýnileiki upplýsingamiðstöðvar.
Nefndin leggur einnig til að ráðinn verði ferðamála-, atvinnu- og
menningarfulltrúi Vopnafjarðarhrepps og að settur verði aukinn krafturí þessa málaflokka.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:58.