Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 9

Kjörtímabilið 2022—2026

19. apríl 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 19.04.2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 8:30. Dagskrá fundarins: 1. Staðan á Vopnaskaki 2. Komur skemmtiferðaskipa 3. Viðburðir framundan 4. Önnur mál

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Staðan á Vopna­skaki

    ​Debóra Dögg, framkvæmdastjóri Vopnaskaks kom inn á fundinn í gegnum fjarfundarbúnað og fór yfir stöðuna á Vopnaskaki.

  • Komur skemmti­ferða­skipa

    ​Rætt um komur skemmtiferðaskipa til Vopnafjarðar í sumar. Það eru fjögur skip bókuð í sumar á tímabilinu 30.júni til 15.september.

  • Viðburðir framundan

    ​Rætt um viðburði sem eru framundan í sveitarfélaginu. Sveitarstjóra falið að setja inn alla fasta viðburði í viðburðadagatal heimasíðu Vopnafjarðarhrepps og hvetja viðburðarhaldara til að senda upplýsingar um sína viðburði á skrifstofu sveitarfélagsins.

  • Önnur mál

    ​Rætt um starfsemina í Kaupvangi.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:26.