Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 8

Kjörtímabilið 2022—2026

8. mars 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Fanney Björk Friðriksdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 08.03.2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 8:30.

1. Erindi#1-erindi

 • Vopna­skak – staðan og umsókn um stöðu fram­kvæmda­stjóra

  ​Nefndin fór yfir stöðuna á Vopnaskaki 2023 og ræddi umsókn sem barst um stöðu framkvæmdastjóra. Nefndin fagnar umsókninni og felur formanni og sveitarstjóra að klára málið. 

 • Fata­skipti­mark­að­urinn 4. mars 2023

  ​Það er niðurstaða þeirra sem sáu um fataskiptimarkaðinn að hann gekk mjög vel, þátttakan var vonum framar og mikil ánægja hjá þeim sem mættu. Mikið magn af fötum skilaði sér inn og mikið magn af fötum fór út aftur. Það er margt hægt að læra af þessu en verkefnið var mjög tímafrekt og mætti bæta útfærslu t.d. með því að láta fólk að setja fötin sjálft upp. Menningarmálanefnd hvetur sjálfstæða aðila eða sjálfboðaliða til að taka þetta upp og framkvæma þegar á líður – við erum boðin og búin til að veita ráð eða aðstoð. 

 • Önnur mál

  ​Ráðning starfsmanns Austurbrúar 

  Farið var yfir ráðningu starfsmanns Austurbrúar og hans helsta hlutverk er snýr að menningar- og atvinnumálanefnd. 

  Ráðning starfsmanns á skrifstofu
  Farið var yfir ráðningu starfsmanns á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps. Nefndin hefur núna verið án starfsmanns frá áramótum en með tilkomu þessa starfsmanns kemur sennilega til þess að nefndin fái starfsmann á ný, sem verður kærkomið. Nefndin óskar nýráðnum starfsmanni á skrifstofu velfarnaðar í starfi með óskum um farsælt samstarf. 


  Ferðamálafundurinn og ferðaþjónusta í Vopnafirði
  Formaður sat kynningarfund Austurbrúar um stöðuna í ferðamálum á Austurlandi. Ljóst er að sveitarfélagið þarf að stíga upp og sækja fram í þeim efnum og koma hinum ýmsu málum í lag. Núna á vormánuðum hefst flug Condor til og frá Egilsstöðum og annað til og frá Akureyri með opið þarna á milli, þ.e. möguleiki á að panta flug til Egilstaða og til baka frá Akureyri. Nefndin kemur til með að taka málið upp við starfsmann Austurbrúar um leið og tækifæri fæst til, en hvetur einnig sveitastjórn til að hugsa um málið og hvað þarf að koma í lag. Nefndin veltir fyrir sér hvort væri ráð að ná aðilum í ferðaþjónustu saman þegar starfsmaður Austurbrúar hefur hafið störf og ræða saman hvert fólk vill stefna. 

  Bókahilla 
  Hugmyndin um skiptimarkað eða hillu fyrir barnabækur var sett í framkvæmd. Rætt hefur verið um að hafa hilluna í Kaupvangi en opnunartíminn þar er frekar óhentugur svo brugðið var á það ráð að setja upp körfur í setustofu í Sundabúð 3 með skiptibókum fyrir börn. Hugmynd barst um að hafa þetta ekki eingöngu fyrir börn, en það er í skoðun hvort pláss fáist til að koma því fyrir. 

  Skemmtiferðaskip 
  Rætt var um komu skemmtiferðaskipa og hvort von væri á slíkum í sumar. 

  Bras
  Urður sat fund v. Bras í mánuðinu sem leið. Hugmyndavinna er þar farin af stað og heldur skipulagið áfram núna á vormánuðum. 

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:26.