Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 7

Kjörtímabilið 2022—2026

8. febrúar 2023

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Fanney Björk Friðriksdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 08.02.2023 í félagsheimilinu Miklagarði kl 8:30.

1. Erindi#1-erindi

  • Úthlutun byggða­kvóta á fisk­veiði­árinu 2022-2023 – Minn­is­blað til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar. Nefndin fagnar niðurstöðu málsins. 

  • Hugmynd að samstarfs­verk­efni við Vopna­fjarð­ar­skóla – til kynn­ingar

    ​Sigrún Lára Shanko sendi inn hugmynd að verkefni til að vinna með Baldri Hallgrímssyni og nemendum í grunnskóla Vopnafjarðar. Verkefnið fellur undir svokallaðan jaðarstyrk. Menningar- og atvinnumálanefnd lýsir yfir ánægju með verkefnið og óskar eftir því að sveitastjóri klári málið. 

  • Smáheimar íslenskra þjóð­sagna – ósk um lán á sýningu.

    ​Minjasafn Austurlands sendi Sigrúnu Láru póst og óskaði eftir að fá sýninguna yfir á hérað. Nefndin hefur áhuga á að lána sýninguna og felur formanni að kanna nánar.

  • Siða­reglur kjör­inna full­trúa – til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Viðburðir framundan

    ​Farið var yfir þá viðburði sem nefndarmenn mundu eftir á næstu mánuðum. 

    Kórarnir með tónleika í apríl, talað um í kringum seinasta vetrardag. 
    Árshátíð Vopnafjarðarhrepps 12. mars. Árshátíð skólans er 31. mars. 
    Vorsýning Valkyrju 27. maí. Nefndarmenn veltu upp hugmyndum að viðburðum næstu mánuði. Upp kom hugmynd um að hafa skiptifatamarkað og Urði og Rögnu falið að koma því í framkvæmd.

    Einnig var nefnd sú hugmynd að hafa einhverskonar skiptibókamarkað fyrir barna- og unglingabækur og Fanneyju falið að koma því verkefni í framkvæmd. Ýmsir tónlistarmenn voru nefndir ásamt hugmynd um að fá leikrit, en þetta verður allt skoðað nánar á komandi misserum.

  • Vopna­skak – staðan

    ​Engar umsóknir hafa borist um starf framkvæmdastjóra Vopnaskaks í ár. Nefndin sammældist um að leita áfram en staðfestir hér að hátíðin verður haldin fyrstu helgina í júlí, þ.e. 30. júní – 2. júlí og vikuna fyrir það. Nefndin velti upp hugmyndum af stærstu viðburðum og þarf að fara að huga að því að bóka þá. 

  • Önnur mál

    ​Menningar- og atvinnumálanefnd hefur áhyggjur af stöðu ferðamála í Vopnafirði og vísar í áfangastaðaáætlun þar sem fram kemur þörf á að framkvæma hina ýmsu hluti þeim tengdum. Mikilvægt er að sveitafélagið myndi sér stefnu og ákveði hvað á að gera í sambandi við málaflokkinn. Nefndin bendir einnig á heimasíðuna Visit Vopnafjörður en sú síða hefur að geyma frábærar upplýsingar en þyrfti að viðhalda svo vel sé.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:15