Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 4

Kjörtímabilið 2022—2026

8. nóvember 2022

Félagsheimilið Mikligarður kl. 08:30

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 08.11.2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 8:30.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

  • Dagar myrkurs

    ​Nokkrar umræður voru um daga myrkurs. Nefndinni þótti takast vel til og vill halda áfram að halda hátíðinni uppi með svipuðum hætti. Stýrihópur Daga myrkurs var mjög ánægður með hvernig til tókst. 

  • Rithöf­unda­lestin

    ​Rithöfundalestin er væntanlega á Vopnafjörð 17. nóvember. Undanfarin ár hefur nefndin (Vopnafjarðarhreppur) boðið höfundum að borða fyrir upplesturinn og nefndin samþykir að það verði gert aftur í ár. 

  • Jóla­trés­skemmtun

    ​Umræða fór fram um jólatrésskemmtun sem verður haldin 27. Nóvember. Nefndin var sammála um að fara til baka í formið sem var á því fyrir Covid; kveikt verður á jólatréinu í miðbænum með opinni samkomu þar. Ákveðið var að bjóða uppá kakó og piparkökur. Hreiðari var falið að tala við Karlakór Vopnafjarðar um að syngja nokkur lög. Rögnu var falið að græja nammið og Fanney ætlar að sjá um að redda jólasveinum og ræðumanneskju/ræðumanneskjum. 

  • Önnur mál

    Bras

    Urður fór á fund með stýrihópi Bras en hátíðin er nú formlega búin. Stýrihópur Bras lýsti yfir mikilli ánægju með að fá Vopnafjörð betur inn í verkefnið.

     Upptakturinn

    Urður vakti athygli á Upptaktinum, tónsköpunarverðlaunum barna og ungmenna. Þar er ungu fólki gefið tækifæri til að senda inn tónsmíð og vinna markvisst úr hugmyndum sínum með listnemum og listamönnum. Urði var falið að koma þessum upplýsingum á framfæri í sveitarfélaginu og Rögnu að ræða þetta við tónlistarskólastjórnendur. 


Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:15.