Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 3

Kjörtímabilið 2022—2026

12. október 2022

Félagsheimilinu Miklagarði kl. 08:30
Fanney Björk Friðriksdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í menningar- og atvinnumálanefnd Vopnafjarðarhrepps 12.10.2022 í félagsheimilinu Miklagarði kl 8:30.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Tjald­svæðið við Merk­istún

  ​Hugmynd um tjaldsvæði við Merkistún var vísað til nefndarinnar frá síðasta fundi sveitarstjórnar. Nefndin fagnar umræðu um breytta staðsetningu og bætta aðstöðu fyrir tjaldsvæði, og betra aðgengi fyrir alla, bæði einstaklinga og hópa. Nefndin telur mikilvægt að unnið verði markvisst að verkefninu og það skoðað heildstætt, teiknað upp og unnið í áföngum eftir því. Nefndin telur mikilvægt fyrir sveitarfélagið að þessir hlutir séu í lagi, hafi aðdráttarafl og sé spennandi kostur fyrir ferðamenn. T.a.m. telur nefndin ekki vænlegan kost að flytja þau húsakynni sem nú hýsa snyrti- og þrifaðstöðu upp á nýtt tjaldsvæði, heldur byggja nýja aðstöðu. 

 • Dagar myrkurs

  ​Eftir síðasta fund nefndarinnar var formanni falið að finna einstakling í stýrihóp  Daga myrkurs. Enginn nefndarmanna bauð sig fram í stýrihóp Daga myrkurs og þar af leiðandi tók Fanney Björk Friðriksdóttir verkefnið að sér. Tveir fundir í stýrihóp hafa verið haldnir frá síðasta fundi menningar- og atvinnumálanefndar og upplýsti Fanney nefndina um hvað fór fram á þessum fundum og hvernig staðan væri á hátíðinni hjá okkur á Vopnafirði. Nefndarmenn komu einnig með hugmyndir að viðburðum fyrir komandi Daga myrkurs.

 • BRAS (menn­ing­ar­hátíð barna og unglinga á Aust­ur­landi)

  ​Eftir síðasta fund var formanni falið að finna einstakling í stýrihóp  Bras. Urður Steinunn Önnudóttir Sahr nefndarmaður bauð sig fram í stýrihópinn. Urður sat einn fund með stýrihópi Bras og hefur unnið að því að fá viðburði á vegum Bras á Vopnafjörð. Urður kemur til með að vera með dansnámskeið á vegum danslistaskólans Valkyrju og Bras. Austurbrú hefur umsjón með verkefninu ásamt fulltrúum sveitarfélaganna sem skipa stýrihóp BRAS. Stýrihópurinn hefur áhuga á að bjóða upp á einn viðburð til viðbótar á Vopnafirði og er vinna hafin við að finna þann viðburð. 

 • Hugmyndir

  ​Formaður kynnti hugmyndir sem nefndinni hafa borist frá íbúum sveitarfélagsins. Góðar hugmyndir hafa komið fram sem þó ítreka þörfina fyrir að ráðinn sé starfsmaður sem væri menningar- atvinnu og ferðamálafulltrúi. 

 • Rithöf­unda­lestin

  ​Fanney Björk fór á fund vegna undirbúnings við rithöfundalestina í ár. Fanney kynnti verkefnið og kannaði vilja fyrir þáttöku Vopnafjarðarhrepps. Mikill vilji var fyrir því að halda áfram að taka þátt í þessu verkefni. Fyrirhugað er að rithöfundalestin komi við á Vopnafirði þann 17. nóvember nk. 

 • Önnur mál

  a. Hlutverk Kaupvangs
  Nefndin ræddi um hlutverk Kaupvangs. Nefndin hvetur sveitarstjórn til að huga að hlutverki hússins sem menningarhúss. Nefndin hvetur sveitarfélagið til að leggja til fjármuni í uppbyggingu á menningarlegum gildum samfélagsins. Verkefni líkt og tekið var fyrir á síðasta fundi menningar- og atvinnumálanefndar um skáldin okkar væri gott til að byggja upp, lyfta upp og auka líf í húsinu. Verkefni þetta væri gott fyrir bæði íbúa og ferðamenn, myndi auka aðgengi okkar að mikilvægum menningararfi og styrkja innviði Vopnafjarðar. Tenging við skólastarf væri einnig heillandi hugmynd þar sem börnin gætu lært um menningararf staðarins. Rætt var um loftið, hvort hægt væri að nýta það undir einhverskonar vinnustofur. 

  b. Áfangastaðaáætlun Vopnafjarðar
  Nefndin þakkar fyrir kynningu á nýrri áfangastaðaáætlun Vopnafjarðar og fagnar þeirri vinnu sem hefur verið unnin í því skyni. Nefndin vill þó benda á að ákveðnar staðreyndarvillur eru í upptalningu í upphafi áætluninnar, líkt og fjöldi verslana í bænum. Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:00