Menn­ingar- og atvinnu­mála­nefnd

Fundur nr. 2

Kjörtímabilið 2022—2026

14. september 2022

Félagsheimilið Mikligarður kl. 13:00
Signý Björk Kristjánsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í Félagsheimilinu Miklagarði miðvikudaginn 14. september klukkan 13.

1. Almenn mál#1-almenn-mal

 • Hugmynda­vinna og yfirsýn yfir haustið 2022

  ​Nokkrar umræður voru um menningarviðburði á haustdögum.

  Nefndin hefur áhuga á að taka þátt í ''BRAS menningarhátíð barna'' og ''Dögum myrkurs'' í samstarfi við Austurbrú ses.


 • Fjár­hags­áætlun 2023

  ​Formanni nefndarinnar hefur borist beiðni frá fjármálastjóra Vopnafjarðarhrepps þar sem hann óskar  eftir að nefndin komi á framfæri upplýsingum sem hún óskar eftir að hafðar verði til hliðsjónar við gerð fjárhagsáætlunar fyrir árið 2023.

  Menningar- og atvinnumálanefnd leggur til við sveitarstjórn að í fjárhagsáætlun hvers árs verði liður sem geri ráð fyrir því að nefndin geti úthlutað styrkjum til þeirra sem sækja um vegna viðburða sem eru haldnir í sveitarfélaginu og uppfylla skilyrði sem nefndin kemur til með að vinna varðandi slíkar styrkveitingar.

  Nefndin leggur einnig til að ráðinn verði ferðamála-, atvinnu- og menningarfulltrúi Vopnafjarðarhrepps og að settur verði aukinn kraftur í þessa mikilvægu málaflokka.


 • Önnur mál

  ​Fyrir fundinum liggur tillaga um að fastir fundartímar nefndarinnar verði 2. miðvikudag hvers mánaðar. Aukafundir verða boðaðir ef á þarf að halda. Samþykkt samhljóða með handauppréttingu.  

  Fram kom hugmynd að sækja um styrk fyrir merkingu og aðgengi að útsýnisstað við þorpið. Formanni falið að kanna möguleika á styrkumsóknum varðandi hugmyndina.

  Fram kom hugmynd um að koma af stað röð kynninga og sýninga á skáldum okkar Vopnfirðinga. Nefndin tekur vel í hugmyndina en telur ljóst að framkvæmd verkefnisins gæti þurft að vera á borði starfsmanns sveitarfélagsins, t.d. ferðamála-, atvinnu- og menningarfulltrúa.  


Fleira ekki gert og fundi slitið klukkan 14:04.