Hreppsráð

Fundur nr. 32

Kjörtímabilið 2018—2022

2. september 2021

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:00
Sara Elísabet Svansdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps 2. september 2021 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps, Hamrahlíð 15, kl. 08:00.

1. Fundargerðir#1-fundargerdir

  • 900. fundur stjórnar sambands íslenskra sveit­ar­fé­laga 26.8

    ​Lagt fram til kynningar.

2. Almenn mál#2-almenn-mal

  • Samingur um afnota­rétt af snjóbíl – samn­ings­drög

    ​Fyrir liggja drög að samningi um umráð yfir gamla snjóbílnum. Hreppsráð samþykkir samningsdrögin með fyrirliggjandi breytingartillögum og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.​

  • Vöfflu­húsið – fram­lenging á samn­ingi

    ​Lagt fram minnisblað frá rekstraraðila Vöffluhússins í Kaupvangi þar sem hann óskar eftir framlengingu á samningi í Kaupvangi um eitt ár. Hreppsráð samþykkir að framlengja samningnum um eitt ár og felur sveitarstjóra að klára málið. Samþykkt samhljóða.​

  • Sundabúð 1 – tillaga að hjón­a­í­búðum

    ​Lögð fram tillaga að uppgerð hjónaíbúða í Sundabúð 1. Í fjárhagsáætlun 2021 eru áætlaðar 4 milljónir í framkvæmdina. Hreppsráð samþykkir tillöguna og felur sveitarstjóra að gera framkvæmdaáætlun. Samþykkt samhljóða.​

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:10.