Fundur nr. 47
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Aðalbjörg Ósk Sigmundsdóttir
FormaðurAxel Örn Sveinbjörnsson
OddvitiBjörn Heiðar Sigurbjörnsson
NefndarmaðurValdimar O. Hermannsson
SveitarstjóriÍris Edda Jónsdóttir
NefndarmaðurRáðið vinnur að fjárhagsáætlunargerð milli umræðna ásamt því að yfirfara samninga.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að hefja viðræður við Einherja um áherslubreytingar í styrktarsamningi er varða uppbyggingu barnastarfs. Jafnframt vísar hreppsráð öðrum breytingum á fjárhagsáætlun til síðari umræðu sveitarstjórnar.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni og farið var yfir niðurstöður fyrir Vopnafjörð.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráðs Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir verulegum áhyggjum af niðurstöðum úr Íslensku æskulýðsrannsókninni á Vopnafirði og telur nauðsynlegt að málinu verði tekið til ítarlegrar skoðunar og úrbóta án tafar. Hreppsráð felur verkefnastjóra frístunda- og æskulýðsmála að koma af stað vinnuhóp sem fer yfir stöðuna og kemur með tillögur um næstu skref.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá UÍA.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að styrkja UÍA árið 2026 um 200kr. á hvern íbúa Vopnafjarðarhrepps.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Fyrir liggja drög af leigusamningi að veitingahluta Kaupvangs, við Spicehaus ehf. til samþykktar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi drög með breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við leigutaka.
Tillagan er borin upp til samþykktar
Fyrir liggja drög að fundadagskrá hreppsráðs fyrir árið 2026.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá fyrir 2026.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.