Hreppsráð

Fundur nr. 47

Kjörtímabilið 2022—2026

4. desember 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 12:00
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022-2026, fimmtudaginn 4. desember 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Fjár­hags­áætlun 2026

    ​Ráðið vinnur að fjárhagsáætlunargerð milli umræðna ásamt því að yfirfara samninga.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð felur sveitarstjóra að hefja viðræður við Einherja um áherslubreytingar í styrktarsamningi er varða uppbyggingu barnastarfs. Jafnframt vísar hreppsráð öðrum breytingum á fjárhagsáætlun til síðari umræðu sveitarstjórnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða. 

  • Niður­stöður Íslensku æsku­lýðs­rann­sókn­ar­innar á Vopna­firði

    ​Fyrir liggja niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni og farið var yfir niðurstöður fyrir Vopnafjörð. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráðs Vopnafjarðarhrepps lýsir yfir verulegum áhyggjum af niðurstöðum úr Íslensku æskulýðsrannsókninni á Vopnafirði og telur nauðsynlegt að málinu verði tekið til ítarlegrar skoðunar og úrbóta án tafar. Hreppsráð felur verkefnastjóra frístunda- og æskulýðsmála að koma af stað vinnuhóp sem fer yfir stöðuna og kemur með tillögur um næstu skref. 

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Innsent bréf frá UÍA: Framlög til starf­semi Ungmenna- og íþrótta­sam­bands Aust­ur­lands, UÍA

    ​Fyrir liggur styrkbeiðni frá UÍA.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að styrkja UÍA árið 2026 um 200kr. á hvern íbúa Vopnafjarðarhrepps.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Kaup­vangur

    ​Fyrir liggja drög af leigusamningi að veitingahluta Kaupvangs, við Spicehaus ehf. til samþykktar. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirliggjandi drög með breytingum og felur sveitarstjóra að ganga frá samningi við leigutaka.

    Tillagan er borin upp til samþykktar

  • Funda­dag­skrá 2026

    ​Fyrir liggja drög að fundadagskrá hreppsráðs fyrir árið 2026.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fundadagskrá fyrir 2026. 

     Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 10:14.