Hreppsráð

Fundur nr. 45

Kjörtímabilið 2022—2026

9. október 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022 - 2026, fimmtudaginn 9. október 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Fjár­hags­áætlun 2026

    ​Katrín Pálsdóttir starfandi fjármálastjóri kom inn á fundinn undir þessum lið í gegnum fjarfundarbúnað. Farið var yfir stöðu og næstu skref í fjárhagsáætlunarvinnu fyrir 2026-2029.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að almenn hækkun á gjaldskrám árið 2025 verði 3,5% og útsvarsprósenta verði 14,97% og vísar erindinu til staðfestingar sveitarstjórnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Vatns­veitu­kerfi Vopna­fjarð­ar­hrepps

    ​Til stendur að fá heildstæða úttekt á stöðu vatnsveitu á Vopnafirði.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að taka upp viðræður við Eflu um úttekt á vatnsveitukerfi og fá uppfært tilboð.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Endur­skoðun kröf­u­lýs­inga um þjóð­lendur á svæði 12, eyjar og sker

    ​Fyrir liggur bréf frá lögm. ríkisins um niðurstöðu endurskoðunar krafna. Lagt fram til kynningar.

  • Umsögn um breyt­ingar á sveit­ar­stjórn­ar­lögum nr. 138/2011

    ​Fyrir liggja tillögur frá Innviðaráðuneytinu um viðamiklar breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011. Umsagnarfrestur er til og með 13. október 2025.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps tekur undir áskorun til innviðaráðherra og stjórnar Sambands íslenskra sveitarfélaga frá sveitarfélögum með íbúa færri en 1.000 íbúa. Þar er skorað á stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga að hafna tillögum innviðaráðuneytisins um afnám íbúalýðræðis sem felast í drögum að nýjum sveitarstjórnarlögum sem nú liggja fyrir í samráðsgátt stjórnvalda.

    Hreppsráð felur oddvita að undirrita áskorunina. Einnig felur ráðið sveitarstjóra að veita almenna umsögn fyrir hönd Vopnafjarðarhrepps um breytingar á sveitarstjórnarlögum nr. 138/2011.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Kaup­vangur

    ​Sveitarstjóri fór yfir stöðu viðræðna við mögulega rekstraraðila í Kaupvangi. Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að halda áfram viðræðum við mögulegan rekstraraðila Kaupvangs. Tillagan er borin upp til samþykktar.

  • Staða fram­kvæmda

    ​Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:27.