Fundur nr. 44
Kjörtímabilið 2022—2026
Kjörtímabilið 2022—2026
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Borist hefur styrkbeiðni vegna söngkeppni Laugaskóla. Tónkvíslin verður haldin 1. Nóvember 2025.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.
Fyrir liggur styrkbeiðni frá Stígamótum.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar beiðninni til fjárhagsáætlunarvinnu 2026.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
Auglýst var eftir rekstraraðila í veitingahluta Kaupvangs og var umsóknarfrestur út föstudaginn 5. september. Tvær umsóknir bárust.
Katrín Pálsdóttir starfandi fjármálastjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir stöðu fjármála og útlit næstu mánuði.
Farið var yfir vinnuáætlun fjárhagsáætlunar 2026.
Fyrir liggja teikningar og gögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Selárlaug. Lagt fram til kynningar.
Sveitarstjóri upplýsti um fund með Landsbjörg um fjármögnun á nýju björgunarskipi.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar málinu til fjáragsáætlunarvinnu 2026.
Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2025 fer fram á Hilton, Reykjavík 2.-3. október nk. Lagt fram til kynningar.
Haustþing SSA 2025 Haustþing SSA verður haldið á Vopnafirði fimmtudaginn 18. september nk. Lagt fram til kynningar.
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.