Hreppsráð

Fundur nr. 44

Kjörtímabilið 2022—2026

8. september 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022 - 2026, fimmtudaginn 8. september 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Styrk­beiðni: Tónkvísl

    ​Borist hefur styrkbeiðni vegna söngkeppni Laugaskóla. Tónkvíslin verður haldin 1. Nóvember 2025.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að styrkja verkefnið um 100.000 kr.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Styrk­beiðni frá Stíga­mótum

    ​Fyrir liggur styrkbeiðni frá Stígamótum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar beiðninni til fjárhagsáætlunarvinnu 2026.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Kaup­vangur

    ​Auglýst var eftir rekstraraðila í veitingahluta Kaupvangs og var umsóknarfrestur út föstudaginn 5. september. Tvær umsóknir bárust.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að ræða við umsóknaraðila og leggja minnisblöð fyrir hreppsráð í október.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Staða fjár­mála

    ​Katrín Pálsdóttir starfandi fjármálastjóri mætir á fundinn og gerir grein fyrir stöðu fjármála og útlit næstu mánuði.

  • Fjár­hags­áætlun 2026, vinnu­áætlun

    ​Farið var yfir vinnuáætlun fjárhagsáætlunar 2026.

  • Fram­kvæmdir við Selár­laug

    ​Fyrir liggja teikningar og gögn vegna fyrirhugaðra framkvæmda við Selárlaug. Lagt fram til kynningar.

  • Björg­un­ar­báta­sjóður Vopna­fjarðar

    ​Sveitarstjóri upplýsti um fund með Landsbjörg um fjármögnun á nýju björgunarskipi. 

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar málinu til fjáragsáætlunarvinnu 2026.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Fjár­mála­ráð­stefna 2025

    ​Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2025 fer fram á Hilton, Reykjavík 2.-3. október nk. Lagt fram til kynningar.

  • Haust­þing SSA 2025

    ​Haustþing SSA 2025 Haustþing SSA verður haldið á Vopnafirði fimmtudaginn 18. september nk. Lagt fram til kynningar.

  • Staða fram­kvæmda

    ​Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu framkvæmda í sveitarfélaginu.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:42.