Hreppsráð
Fundur nr. 43
Kjörtímabilið 2022—2026
14. ágúst 2025
Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð
Mætt til fundar
Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022 - 2026, fimmtudaginn 14. ágúst 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.
- Fjármál og fjármálastjórn Vopnafjarðarhrepps
Fyrir liggur samantekt af rekstri sveitarfélagsins janúar-júní. Lagt fram til kynningar.
- Umsóknir og afgreiðsla Styrkvega Vegagerðarinnar, til afgreiðslu
Vegagerðin hefur samþykkt að veita styrk til vegagerðar af liðnum Styrkvegir í vegáætlun árið 2025 til verkefnisins Styrkvegir í Vopnafjarðarhreppi að upphæð kr. 1.500.000. Alls sóttu fimm verkefni um styrk hjá sveitarfélaginu.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps veitir styrk að upphæð 750.000 kr. til lagfæringar á Kattárdalsvegi og 750.000 kr. til lagfæringar á vegi í Mælifellsheiði. Þessi verkefni fengu ekki styrk á síðasta ári þrátt fyrir umsóknir.
Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- AECO – Association of Artic Expedition Cruise Operatiors, til kynningar
Lagt fram til kynningar.
- Erindi frá fjölskylduráði: Skráningardagar leikskóla
Á fundi fjölskylduráðs nr. 35, 10. júní sl. lagði ráðið til að teknir verði upp skráningardagar í dymbilviku, sem eru þá í heild 12 skráningardagar, sem og eftir kl.14:00 á föstudögum sem tilraunarverkefni skólaárið 2025-2026. Málinu var vísað til hreppsráðs til umsagnar.
Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps tekur undir að í dymbilviku verði skráningardagar og leggur til að þessir dagar verði gjaldfrjálsir fyrir þá sem ekki nýta þá. Miðað við samantekt fjármálastjóra er of kostnaðarsamt að gefa afslátt sem um nemur desembermánuði. Skráningu eftir kl. 14:00 á föstudögum mætti útfæra nánar og undirbúa fyrir haustið 2026 og jafnframt verði þær breytingar kynntar foreldrum í millitíðinni. Hreppsráð leggur einnig til að ekki verði lágmarksfjöldi barna á skráningardögum.
Tillagan borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.
- Staða framkvæmda
Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu helstu framkvæmda í sveitarfélaginu.
Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 09:26.