Hreppsráð

Fundur nr. 42

Kjörtímabilið 2022—2026

3. júlí 2025

Skrifstofa Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15
Íris Edda Jónsdóttir ritaði fundargerð

Fundur haldinn í hreppsráði Vopnafjarðarhrepps, kjörtímabilið 2022 - 2026, fimmtudaginn 3. júlí 2025 á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps kl. 08:15.

1. Erindi#1-erindi

  • Samþykktir um úthlutun íbúða fyrir aldraða og öryrkja

    ​Lagðar eru fram samþykktir fyrir úthlutun íbúða fyrir aldraða og öryrkja í Vopnafjarðarhreppi.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps gerir ekki athugasemd við samþykktirnar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Úttekt af grjót­námu E1 á Kolbein­stanga

    ​Fyrir liggur úttekt af grjótnámu E1 á Kolbeinstanga frá Eflu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps vísar erindinu til umhverfis- og framkvæmdaráðs til kynningar.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Húsnæð­isáætlun 2025, til samþykktar

    ​Fyrir liggur Húsnæðisáætlun Vopnafjarðarhrepps 2025, til samþykktar.
    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir fyrirlagða húsnæðisáætlun fyrir 2025 og felur verkefnastjóra stjórnsýslu að birta áætlunina á vef sveitarfélagsins.

    Tillagan er borin upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.

  • Innvið­a­upp­bygging á NA-svæðinu frá SSNE

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Uppsögn á leigu­samn­ingi í Kaup­vangi, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Innviða­þing innviða­ráðu­neyt­isins, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • g. Samkomulag milli ríkis og sveit­ar­fé­laga um ábyrgð á rekstri og kostnaði vegna búsetu barna með fjöl­þættan vanda sem vistuð eru utan heim­ilis, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Ársreikn­ingur sjáv­ar­út­vegs­sveit­ar­fé­laga, til kynn­ingar

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Staða fram­kvæmda

    ​Forstöðumaður þjónustumiðstöðvar fór yfir stöðu helstu framkvæmda í sveitarfélaginu. 

  • Erindi frá Eldri borgara félaginu: Mynda­grúsk

    Lagt fyrir minnisblað frá Eldri borgara félaginu á Vopnafirði um vinnu við myndagrúsk í sveitarfélaginu.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps felur sveitarstjóra að vinna málið áfram og leggja tillögu að greiðslum fyrir sveitarstjórn til samþykktar.

    Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


  • Styrk­beiðni UMFÍ

    Borist hefur styrkbeiðni frá UMFÍ fyrir unglingalandsmót sem haldið verður 31. júlí – 3. ágúst 2025 á Egilsstöðum.

    Eftirfarandi tillaga liggur fyrir fundinum: Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps samþykkir að styrkja mótið samkvæmt leið 4 í erindinu að upphæð 50.000 kr.

    Borið upp til samþykktar. Samþykkt samhljóða.


2. Fundargerðir til staðfestingar#2-fundargerdir-til-stadfestingar

  • SSA nr. 13 040625

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Aust­urbrú nr. 162 040625

    ​Lagt fram til kynningar.

  • Hafn­ar­sam­band Íslands nr. 473

    ​Lagt fram til kynningar.

Fleira var ekki tekið fyrir og fundi slitið kl. 08:51.